Dagskrá og fræðsla

Á Heilsustofnun eru ýmisleg námskeið  og fræðsla í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði. Áhersla er lögð á að gestir fái góða fræðslu sem nýtist þeim áfram þegar snúið er heim eftir dvöl á Heilsustofnun. Hér til hliðar má sjá yfirlit yfir þá fræðslu og námskeið sem boðið er uppá.

Á Heilsustofnun er mikil áhersla lögð á að fræða einstaklinginn til að gera hann betur í stakk búin að efla og viðhalda góðri heilsu. Einkunnarorð Heilsustofnunar er „berum ábyrgð á eigin heilsu“. Markmið allrar fræðslu er því að reyna að stuðla að því að fólk beri ábyrgð á eigin heilsu og hafi þau tækifæri og þekkingu til að gera það.

Hvaða námskeið hentar mér?
Fagaðilar innan Heilsustofnunnar meta hvern og einn gest og er þeim leiðbeint í þá fræðslu sem talin er henta hverjum og einum. Einnig er gestum velkomið að koma fram með óskir um ákveðna fræðslu.

Ef þú ert ekki gestur en langar að kynna þér það sem er í boði í fræðslu Heilsustofnunar er best að vera í sambandi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 483 0300.

Hvað er í boði?
Hér eru stuttar innihaldslýsingar þeirrar fræðslu sem er í boði á Heilsustofnun. Nánari lýsing á fræðslunni og þeim námskeiðum sem eru í boði eru hér til hliðar.