Aukið frelsi - aukin hamingja

Helgarnámskeið 2.-4. mars 2018 - Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Námskeiðið hentar þér;

ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur og ert tilbúin að skoða rót vandans og fást við hann með nýjum og öflugum verkfærum.

Námskeiðið mun gera þér kleift að öðlast dýpri skilning á því sem liggur á bak við hegðunina og gefa þér verkfæri til að vinna bug á henni.

Lesa meira ...

Jógakennaranám í vatni

Námskeiði er lokið

Jóga í vatni eru mildir og endurnærandi tímar fyrir líkama, huga og sál. Vatnið mýkir vöðva og liði og hjálpar okkur að auka sveigjanleika okkur á mildan hátt. Í hverjum tíma er upphitun, jógaæfingar, fljótandi slökun og hugleiðsla í heitum potti í lokin.

Hefur þú áhuga á að læra jóga í vatni?
Þann 4. september nk hefst alþjóðlega viðurkennt kennaranám í Jóga í vatni. Það verður kennt á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er kennt í 7 lotum. Hver lota hefst á föstudegi og endar á sunnudegi.

Lesa meira ...