Myndsköpun - 10.febrúar

Námskeið í Myndsköpun er ætlað gestum Heilsustofnunar og fagfólki í heilbrigðisþjónustu, en aðferðin byggir á sálfræðikenningum C.G. Jungs.

Námskeiðið er einkum ætlað fólki:

 • sem á erfitt með að tjá sig munnlega
 • sem eru með langvinna verki
 • sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun
 • sem upplifir depurð, þunglyndi og kvíða
 • sem haldið er streitu og öðrum sálrænum vandamál

Hvað er gert á námskeiðinu?
Persónulegar, verklegar æfingar í frjálsri myndsköpun. Hópumræður sem gefa þátttakendum tækifæri til að tjá og túlka sinn innri mann, tilfinningar, vonir og drauma. Unnið er með þemu til að vinna með innri reynslu og með því að kanna innri sköpunargáfu geta þátttakendur fundið nýjar og gagnlegar leiðir til að tjá sig, öðlast innsæi og geta deilt með öðrum innri veruleika. 

Farið er í hugmyndafræði að baki listsköpunar; að standa/sitja og mála tilfinninguna. Hugleiðsla/slökun fyrir hvert þema sem málað er út frá.
Þessi reynsla hjálpar til að skilja eðli og framlag listmeðferðar.

Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona.

Hér má ná í upplýsingabréf fyrir þátttakendur

 

Dagskrá 2018

10. febrúar

 

 

Reynslusögur úr myndsköpun

 • Ég held að það að mála muni hjálpa mér að komast áfram og horfa fram á við.“
 • „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þátt ásamt öðrum.“
 • „Gleymdi stund og stað, grét, reiði og ósanngirni. Mikið tilfinningaflæði og fannst þetta ofsalega skemmtilegt, kom mér á óvart.“
 • „Í hugleiðslunum komu upp myndir sem ég ætla að gefa betri gaum að með sjálfri mér. Bæði nýtt og gamalt.“
 • „Hugleiðslan hjálpaði manni af stað, auðveldar losun og flæði. Dagurinn var áhugaverður, spennandi og ólíkur því sem ég er að fást við dags daglega. Hef trú á að málun, tónlist og fleiri skapandi greinar opni fólk, rói og hjálpi til við að skapa jafnvægi og vellíðan.“
 • „Það kom mér á óvart að geta málað 9 myndir fyrir hádegi. Myndefnið kom mér einnig á óvart en það bara „poppaði upp“. Það reyndi á innri heim, mikil gleði og góð tilfinning sem fylgir. Maður gleymir sér alveg og tíminn flýgur áfram, slík tilfinning fylgir listsköpun, hver sem hún er.“
 • „Ég upplifði sterkar senur og tilfinningar í hugleiðslunni og reyndi að túlka það á blaðinu. Ég lagði upp með einhverja sýn sem varð svo annað og meira þegar það fór á blaðið. Svakalega gaman og áhugavert.“
 • „Ég náði að loka allt úti og vera alveg í núinu, málaði bæði með hægri og vinstri hendi, lét tilfinninguna alveg ráða hvað gerðist. Frábær upplifun. Hefði ekki viljað missa af þessu.“