Ritmennska - skapandi aðferð

Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu

27.-29. janúar 2017

Getur það hjálpað einstaklingum að skrifa sig frá erfiðum tilfinningum?

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á andlegri líðan.

Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast skapandi skriflega lýsingu á sinni líðan og svo að sjá þessa líðan utan frá. Hópeflið og aðferðin er nýtt til að finna nýjar leiðir að bættri líðan. 

Innifalið er ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, fræðsla og hóptímar, slökun, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsrækt. Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í tímum og með texta sem þátttakendur velja eftir aðra höfunda. Ætlunin er að reyna að nálgast í upphafi skapandi skriflega lýsingu á líðan í depurð og svo að skoða þetta hugarástand utanfrá. Seinni hluta námskeiðsins er skrifað og talað um bjartari hliðar og leitast við að skapa uppbyggjandi dínamík gegn erfiðum tilfinningum, í þeirri von að hópeflið og aðferðin stuðli að því að finna nýjar leiðir að létti og bættri líðan. Fyrir fyrsta tíma hafa þátttakendur valið sér sér eitt uppáhalds sorgarljóð eða þjáningarljóð sem er svo unnið með.

Steinunn Sigurðardóttir sendi frá sér ljóðabókina Sífellur þegar hún var 19 ára.  Hún hefur síðan þá sent frá sér ljóð og skáldsögur jöfnum höndum, þar á meðal Tímaþjófinn, Hjartastað og JóJó.  Nýjustu bækur hennar, frá haustinu 2016, eru Heiða-fjalldalabóndinn og Af ljóði ertu komin.  Fjölmargar skáldsögur hennar hafa komið út í erlendum þýðingum, einkum á þýsku, frönsku og Norðurlandamálum.

Steinunn lauk háskólaprófi í sálarfræði og heimspeki frá University College Dublin. Hún var lengi fréttamaður útvarps.  Hún samdi bók um Vigdísi Finnbogadóttur meðan hún var í embætti.  Hún hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og tekið sjónvarpsviðtöl við rithöfunda, svo sem Halldór Laxness og Guðberg Bergsson.

Steinunn hefur búið erlendis um árabil, þar á meðal í París og Berlín og kennir nú skapandi skrif við háskólann í Strassborg.  

Verð 59.000 kr. á mann.

Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4830300

ATHUGIÐ AÐ NÁMSKEIÐIÐ ER FULLBÓKAÐ

Steinunn Sig rithofundurSteinunn Sigurðardóttir sendi frá sér ljóðabókina Sífellur þegar hún var 19 ára.  Hún hefur síðan þá sent frá sér ljóð og skáldsögur jöfnum höndum, þar á meðal Tímaþjófinn, Hjartastað og JóJó.  Nýjustu bækur hennar, frá haustinu 2016, eru Heiða-fjalldalabóndinn og Af ljóði ertu komin.  Fjölmargar skáldsögur hennar hafa komið út í erlendum þýðingum, einkum á þýsku, frönsku og Norðurlandamálum. 

Steinunn lauk háskólaprófi í sálarfræði og heimspeki frá University College Dublin. Hún var lengi fréttamaður útvarps.  Hún samdi bók um Vigdísi Finnbogadóttur meðan hún var í embætti.  Hún hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og tekið sjónvarpsviðtöl við rithöfunda, svo sem Halldór Laxness og Guðberg Bergsson.

Steinunn hefur búið erlendis um árabil, þar á meðal í París og Berlín og kennir nú skapandi skrif við háskólann í Strassborg.