Ritmennska - skapandi aðferð

8.-10. september 2017

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að nálgast lýsingu á andlegri líðan með skapandi skrifum.

Þá er leitast við að sjá þessa líðan utan frá. Hópeflið og aðferðin er notað til að finna nýjar leiðir að bættri líðan. Þessi námskeið hafa mælst mjög vel fyrir og síðast komust færri að en vildu.

Innifalið er ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, fræðsla og hóptímar, slökun, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsrækt. Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í tímum og með texta sem þátttakendur velja eftir aðra höfunda. Ætlunin er að reyna að nálgast skapandi skriflega lýsingu á líðan í depurð og svo að sjá þessa líðan utanfrá. Leitast að skapa uppbyggjandi dínamík hjá einstaklingum sem glíma við einhversskonar óyndi, áhyggjur, kvíða o.fl. með það að markmiðiði að hópeflið og aðferðin stuðli að því að finna nýjar leiðir að bættri líðan.

Fyrir fyrsta tíma hafa þátttakendur valið sér sér eitt uppáhalds sorgarljóð (eða þjáningarljóð) sem síðan er unnið með. Einnig mega þátttakendur hafa tilbúinn stuttan texta ef þeim toga fyrir fyrsta tíma.

 

Steinunn Sig rithofundur

Steinunn Sigurðardóttir sendi frá sér ljóðabókina Sífellur þegar hún var 19 ára.  Hún hefur síðan þá sent frá sér ljóð og skáldsögur jöfnum höndum, þar á meðal Tímaþjófinn, Hjartastað og JóJó.  Nýjustu bækur hennar, frá haustinu 2016, eru Heiða-fjalldalabóndinn og Af ljóði ertu komin.  Fjölmargar skáldsögur hennar hafa komið út í erlendum þýðingum, einkum á þýsku, ensku, frönsku og Norðurlandamálum.

Steinunn lauk háskólaprófi í sálarfræði og heimspeki frá University College Dublin. Hún var lengi fréttamaður útvarps.  Hún samdi bók um Vigdísi Finnbogadóttur meðan hún var í embætti.  Hún hefur skrifað greinar í blöð og tímarit og tekið sjónvarpsviðtöl við rithöfunda, svo sem Halldór Laxness og Guðberg Bergsson.

Steinunn býr nú í Strassbourg þar sem hún hefur kennt skapandi skrif við háskólann.