Opna Heilsumótið 18. júní á Gufudalsvelli í Hveragerði - Hjóna/parakeppni fyrir 20 ára og eldri.

Leikform: Betri bolti, punktar, betra punkta skorið á holu telur.

Skráning hafin á Golfbox

Verðlaun:

  1. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í fimm nætur
  2. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur
  3. Verðlaun: Heilsudvöl á Heilsustofnun fyrir tvo í tvær nætur

Öldrunarendurhæfing á Heilsustofnun NLFÍ

Þekkt er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og fer öldruðum fjölgandi og væntanlega mun þessi þróun halda áfram næstu árin og áratugi.
Þótt margir eldist á heilbrigðan hátt þá komumst við ekki hjá aldurstengdum breytingum sem hafa mismikil áhrif á heilsuna okkar. Einnig fjölgar þeim sem eldast ekki eins og best verður á kosið.

Hveragerðisbær og Þróunarfélag NLFÍ slhf. hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að hefja viðræður með það að markmiði að ná samkomulagi um skipulagningu á svokölluðu Sólborgarsvæði sem liggur austan Varmár og að Þróunarfélagið fái heimild til uppbyggingar á landinu.

Í gær var tilkynnt að Heilsustofnun er stofnun ársins í könnun Sameykis.

Heilsustofnun var efst í stærsta flokknum; Ríkisstofnanir og sjálfseignarstofnanir með 90 starfsmenn eða fleiri með 4,32 í einkunn.

Þessi niðurstaða er afskaplega ánægjuleg fyrir okkur öll, - þetta er niðurstaða úr könnun meðal allra starfsmanna – þetta er ykkar sigur og mjög ánægjulegur fyrir okkur öll.

Í gær, 16. febrúar var tilkynnt á hátíð Sameykis að Heilsustofnun NLFÍ hlaut titilinn Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.

Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu.

Námskeiði er lokið.

 

Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund. Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags með Rósu Richter, sálfræðing og listmeðferðarfræðing.

Ert þú tilbúin/n að að bæta líðan þína og breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja upp nýja framtíðarsýn?