Þorsteinn Hallgrímsson er einn af þeim sem hafa greinst með COVID-19 sjúkdóminn. Síðan þá hefur hann glímt við alvarleg eftirköst.

Ég greindist í lok mars. Inga konan mín og 19 ára sonur okkar greindust á svipuðum tíma. Hann jafnaði sig fljótt og Inga hefur endurheimt um 80-90% af heilsu. Sjálfur var ég ekki svo heppinn.“ Einkenni Þorsteins voru ódæmigerð sem varð til þess að hann greindist seinna. „Ég þjáðist af magakrampa og hélt engu niðri. Kona mín minntist á þetta í eftirlitssamtali og eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði mig var ég lagður inn og loks greindur.“

Sigríður H. Kristjánsdóttir greindist með COVID-19 þann 8. mars. Hún var veik í fimm vikur og hefur glímt við mikil eftirköst síðan. Hún segir dvölina á Heilsustofnun í Hveragerði hafa haft gríðarlega jákvæð áhrif á líðan sína.

Sigríður var svo ólánsöm að vera ein þeirra sem veiktust mjög alvarlega og var lögð inn á spítala.

Glæsileg fyrirlestraveisla á netinu með 20 fyrirlestrum um heilsu og heilbrigðismál verður 31.október og 1.nóvember. Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar mun í sínum fyrirlestri m.a. ræða helstu einkenni streitu, hvernig má þekkja hættumerkin svo hægt sé að grípa inn í og fyrirbyggja veikindi.

Sjálf hefur Margrét reynslu af langvinnri streitu og í þessum persónulega fyrirlestri ræðir hún einnig áhrifaríkar leiðir til þess að takast á við streitu bæði í lífi og starfi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu viðburðarins með því að smella hér.

Bæjarhátíðin Blóm í bæ verður um helgina og Heilsustofnun verður með opið hús á morgun frá kl.14:00-15:30 allir velkomnir - Alma Möller landlæknir kemur í heimsókn og ávarpar gesti í Matstofu Jónasar.

Þau Helga Björg Antonsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir, Jón Ingi Björnsson, Sigrún Buithy Jónsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson eru í meistaranámi í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Eitt af verkefnum þeirra í námskeiðinu, Stefnumiðuð markaðsfærsla er að skoða ímynd Heilsustofnunar í Hveragerði og áhuga fólks á heilsudvöl og námskeiðum á Heilsustofnun. 

Vinsamlega smellið á þennan link til að taka þátt - http://heilsustofnun.questionpro.com/