Í dag, 24. júli tók Heilsustofnun NLFÍ til starfa árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum, en starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og sígandi og nú koma meira en 2000 manns árlega til dvalar á Heilsustofnun. Við fögnuðum á eftirminnilegan hátt með öllum þeim sem hugsuðu til okkar og sóttu okkur heim á afmælishátíðinni 28. júní sl.

Til hamingju öll með þennan frábæra dag. Við erum stolt af okkar starfi og hvetjum áfram alla að bera ábyrgð á eigin heilsu. 

 

10 manna hópur frá Heilsustofnun sem mun taka þátt í WOW Cyclothon keppni sem verður haldin 23. - 26. júní nk. og mun hópurinn mun hjóla hringinn í kringum landið og er tilgangurinn að vekja athygli á starfsemi okkar í Hveragerði auk þess sem safnað er áheitum fyrir gott málefni (Geðsvið Landspítala). 

Sunnudaginn 28. júní 2015 verður haldin afmælishátíð í tilefni 60 ára afmælis Heilsustofnunar NLFÍ að Grænumörk 10 í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá kl. 13:00 - 17:00. 

Frítt verður í sund og opið í Minningarherbergi Jónasar Kristjánssonar læknis. Heimsókn í leirböðin, grænmetismarkaður og myndlistarsýning í Kringlu.

Heilsustofnun vann nýverið til nýsköpunarverðlauna Heilsulindarsamtaka Evrópu (ESPA) vegna námskeiða þar sem gjörhygli/núvitund og streitustjórnun er nýtt, meðal annars í verkjameðferð.
Verðlaunin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkara starfi á öllum sviðum heilbrigðistengdar þjónustu, hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Sopot í Póllandi fimmtudaginn 21.maí 2015.

Fyrir helgi kom út með Morgunblaðinu afmælisblað Heilsustofnunar NLFÍ.
Tilefnið er 60 ára afmæli og í blaðinu eru ýmis viðtöl og greinar úr starfi Heilsustofnunar. 
Þarna má finna mörg skemmtileg viðtöl við starfsmenn, dvalargesti og aðra sem tengjast Heilsustofnun. Einnig eru í blaðinu skemmtilegar myndir úr starfi Heilsustofnunar í gegnum árin.
Í sumar verður haldin vegleg afmælishátíð Heilsustofnunar og er í blaðinu dagskrá hátíðarinnar.

Hér má lesa blaðið í heild sinni:
http://issuu.com/athygliehf/docs/nlfi_blad_2015_120

Heilsustofnun er stolt af niðustöðu könnunarinnar um Stofnun ársins 2015 sem birt var í síðustu viku.
Heilsustofnun varð í 7. sæti af 79 stofnunum í flokknum sem er með 50 starfsmenn eða fleiri og í heild erum við í 30. sæti af 146 stofnunum sem tóku þátt í ár. Höfum sem sagt verið að hækka okkur og við sláum öll fyrri met í liðnum starfsandi sem lýsir samheldni og vinnugleði hjá okkur.

Pípulagningameistari  óskast til starfa við HNLFÍ. Starfshlutfall er 100%, vinnutími er frá 8:00-16:00. Starfið felst í viðhaldi og eftirliti við pípulagnir ásamt öðrum tilfallandi verkefnum á stofnuninni. 

Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi og þjónustulipur,  kostur ef viðkomandi hefur meirapróf og/eða vinnuvélapróf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna í s. 860 6520 

Umsóknir berist til starfsmannastjóra fyrir 22. mars - Aldís Eyjólfsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 483 0304