Breytingaskeið

17.-23. febrúar, 8.-14. september

6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags

Þetta námskeið er fyrir konur sem vilja auka þekkingu sína og/eða eru að upplifa einkenni breytingaskeiðs.
Hvernig bregst líkaminn við? Getur andleg líðan breyst? Hormónalyf eða ekki? Skiptir mataræði og hreyfing máli?
Hressandi námskeið þar sem einnig er lögð áhersla á gleðina í lífinu.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is

Streita og kulnun

24.-30. mars, 15.-21. september

6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags

Fólk lærir að þekkja eigin streituvalda, streitueinkenni og áhrif streitu á líf og heilsu. Lögð er áhersla á að fólk kynnist nýjum leiðum til að takast á við streitu og koma í veg fyrir kulnun í lífi og starfi.
Á námskeiðinu er einnig hugað að mikilvægi svefns, hvíldar, hreyfingar og mataræðis.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is

Krossgötur

10.-16. feb., 5.-11. maí, 20.-26. október

6 daga námskeið frá frá sunnudegi til laugardags

  • Langar þig að fá meira út úr lífinu?
  • Finnst þér þig vanta breytingu eða stefnu?
  • Vantar þig kjark til að stíga skrefið?

Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn og hvatningu til að skilgreina það sem skiptir þá máli, setja sér markmið og koma þeim í framkvæmd.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is

Heilsudagar í desember

Heilsustofnun býður sérstakt verð á Heilsudögum í desember 

Innifalið í verði: Gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig fjölbreytt dagskrá alla virka daga t.d. vatnsleikfimi, ganga, slökunartímar, leikfimi, jóga, núvitund og ýmsir opnir tímar. 

Lesa meira ...

Myndsköpun

Næsta námskeið er 9. og 10. desember

Námskeið í myndsköpun er byggð á sálfræðikenningum C.G. Jungs.

Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. Námskeiðið er haldið á laugardegi frá kl.9-15 og sunnudegi frá kl.10-12

Verð fyrir dvalargesti er 8.000 kr. og verð fyrir utanaðkomandi er 16.000 kr. og með gistingu 20.000 kr.

Lesa meira ...

Núvitund – mindfulness, 8 vikur

Næsta námskeið hefst 5.september 2018 

Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.

 

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.  - Þögull laugardagur verður á seinni hluta námskeiðsins

Lesa meira ...

Streitumeðferð og fræðsla fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið hefst 10. október 2018 - Námskeiðið er fyrir þá sem glíma við alvarleg streitueinkenni og/eða kulnun í starfi eða einkalífi.

 Innritun 1 Fyrsti tími Útskrift
þri - mið. Fimmtudagur þri. - mið
9. - 10. okt 11. október 6. - 7. nóv

 

Lesa meira ...

Hér eru dagsetningar fyrir næstu námskeið - Haust 2018

5. september - námskeið fyrir einstaklinga með þunglyndi, kvíða og streitu

 Innritun 1 Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
 3.-4. sept 5. september  6. september  1.-2. okt 
 

Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð og er þaulprófað og gagnreynt erlendis. Námskeiðið fer fram í lokuðum hópum með 10-16 dvalargestum, kennt er í átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna. Engin einstaklingsviðtöl eru innifalin. 

Lesa meira ...

Aukið frelsi - aukin hamingja

Helgarnámskeið - næsta námskeið er 31.mars til 5. apríl 

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Ert þú tilbúin/n að breyta skaðlegu hegðunarmunstri meðþví að skoða rót vandans, vinna úr áföllum og byggja uppnýja von og framtíðarsýn? Með hjálp EMDR, sem talin er áhrifaríkasta áfallameðferðí boði í dag, göldrum listmeðferðarinnar, mætti hugleiðslunnar og hreyfingu úti í náttúrunni býður þetta námskeið upp á raunveruleg tækifæri til sjálfsskoðunar,endurnýjunar og breytingar.

Námskeiðið hentar þér;

ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur og ert tilbúin að skoða rót vandans og fást við hann með nýjum og öflugum verkfærum.

Námskeiðið mun gera þér kleift að öðlast dýpri skilning á því sem liggur á bak við hegðunina og gefa þér verkfæri til að vinna bug á henni.

Lesa meira ...
Page 1 of 2