

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að losa sig frá erfiðum tilfinningum með skapandi skriflegri tjáningu.
6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags á Heilsustofnun í Hveragerði
6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags á Heilsustofnun í Hveragerði
Þetta námskeið er fyrir konur sem vilja auka þekkingu sína á þessu æviskeiði.
5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags
Þetta námskeið er fyrir einstaklinga semupplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða starfi. Á námskeiðinu skoða þátttakendur hverjir eru þeirra helstu streituvaldar og streitueinkenni. Samspil sjálfsmyndar,meðvirkni og streitu er skoðað og kenndar leiðir til að takast á við streitu í eigin lífi.
Heilsustofnun býður sérstakt verð á Heilsudögum í desember
Innifalið í verði: Gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig fjölbreytt dagskrá alla virka daga t.d. vatnsleikfimi, ganga, slökunartímar, leikfimi, jóga, núvitund og ýmsir opnir tímar.
Námskeið í myndsköpun er byggð á sálfræðikenningum C.G. Jungs.
Leiðbeinandi er Gréta Berg hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. Námskeiðið er haldið á laugardegi frá kl.9-15 og sunnudegi frá kl.10-12
Verð fyrir dvalargesti er 8.000 kr. og verð fyrir utanaðkomandi er 16.000 kr. og með gistingu 20.000 kr.
Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.
Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.
Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.
Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30. - Þögull laugardagur verður á seinni hluta námskeiðsins
Innritun 1 | Fyrsti tími | Útskrift |
þri - mið. | Fimmtudagur | þri. - mið |
9. - 10. okt | 11. október | 6. - 7. nóv |