Takmarkaður aðgangur almennings að Heilsustofnun   Nánari upplýsingar
 

Aukið frelsi - aukin hamingja

31.mars til 5. apríl 2019 - ATHUGIÐ AÐ NÁMSKEIÐINU ER LOKIÐ

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Ert þú tilbúin(n) að bæta líðan þína og/eða breyta skaðlegu hegðunarmynstri með því að skoða rót vandans, vinna úr erfiðum minningum og byggja upp nýja von og framtíðarsýn?

Með hjálp EMDR sem talin er áhrifaríkasta áfallameðferð sem býðst í dag, göldrum listmeðferðarinnar, mætti hugleiðslunnar og útiveru í náttúrunni býður þetta námskeið upp á raunveruleg tækifæri til sjálfskoðunar, endurnýjunar og breytinga. 

 

Þetta námskeið hentar þeim sem eru tilbúnir að:

  • Takast á við rót vandans, öðlast skilning á afleiðingum áfalla, meðvirkni og áhrifum tengsla í uppeldisfjölskyldu
  • Endurheimta bælda hluta persónuleikans sem hafa að geyma mikla orku og sköpunarkraft

Þátttakendur læra að tileinka sér öflug verkfæri til að fást við erfiðar tilfinningar s.s. morgunvenjur sem auka vellíðan. Einnig er stunduð dagleg hugleiðsla, létt hreyfing og útigöngur.

Rósa mun veita fræðslu um hvernig skaðleg hegðun verður til, hvernig hún festist í sessi og hvaða leiðir hafa reynst best til að vinna bug á henni. Í EMDR úrvinnslunni, sem er stór partur af námskeiðinu, rifjast gjarnan upp minningar, myndir eða tilfinningar sem þú gerðir þér ekki grein fyrir að tengdust hegðuninni. Það myndast nýr og dýpri skilningur á stöðunni og oftar en ekki vaknar von og aukin samkennd í eigin garð. EMDR vinnan krefst þess ekki að þú deilir upplifun eða reynslu þinni með öðrum þátttakendum. Hver og einn ræður hverju hann deilir með hópnum. Vinnan krefst hinsvegar að þátttakandi sé búin að ná lámarks jafnvægi. Rósa mun eiga heyra símleiðis í þeim sem vilja taka þátt í námskeiðinu.

EMDR stendur fyrir "Eye Movement Desensitization and Reprocessing". Hér er tengill að síðu sem útskýrir hvað EMDR er: www.emdr.is 

EMDR vinna krefst lágmarks andlegs jafnvægis.

-takast á við rót vandans. 

Ótal samanburða rannsókna hafa sýnt fram á að EMDR er hraðvirkasta meðferð sem völ er á þegar fólk er að fást við smá eða stór áföll. Stofnanir eins og WHO (Alþjóða Heilbrigðisstofnunin) eða APA (Samband geðlækna í Bandaríkjunum) mæla með EMDR meðferð sem fyrsta vali fyrir úrvinnslu áfalla, atvika eða upplifana sem áttu sér stað í fortíðinni en hafa ennþá töluverð áhrif á lífsgæði viðkomandi. Hegðunarmynstrið sem þú hefur átt erfitt með að losa þig við á að mestu líkum uppruna sinn í slíkri upplifun.

-læra aðferð sem mun hjálpa þér að breyta hegðuninni.

Rósa mun kenna þér einfalda en mjög virka aðferð til að fást við erfiðar tilfinningar. Aðferðin byggir á því sem kallað er "Tapping" eða "Emotional Freedom Technique". Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni þessarar aðferðar í að minnka kvíða, auka öryggiskennd, hjálpa í baráttunni við ýmsa fíkn og í að bæta sjálfsstjórn.

-öðlast innri ró og frið með hjálp hugleiðslu og slökun.

Rósa mun veita fræðslu um hlutverk núvitundar í bættri líðan og kenna hugleiðsluaðferð sem einfalt er að tileinka sér og nota í daglegu lífi. Hugleiðslan mun eiga sér stað bæði inni og úti í náttúrunni. Einnig mun vera boðið uppá yndislega slökun með flothettum í sundlauginni.

-hafa gaman, leika þér og sleppa tökunum. 

Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vinna í sjálfum sér, og langt í frá! Á námskeiðinu verður sungið, dansað, leirað, málað, hlegið og sköpunarkraftinum gefinn laus taumur. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið og skapandann sem býr innra með okkur.

-láta dekra við þig:

Gefðu þér frí frá hversdags amstrinu, húsverkunum og eldamennskunni og láttu dekra við þig á Heilsustofnun. 

Verð: 

Námskeið með gistingu 165.000 kr. - 20% afsláttur fyrir félagsmenn NLFR og NLFA

 

Til að bóka, þá má senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 4830300

 

rosa richter

Um Rósu Richter

Rósa Richter er menntaður sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur.

Nálgun hennar sameinar vestrænar meðferðir eins og EMDR og listmeðferðarfræði og aldargamlar leiðir eins og andlega iðkun, hugleiðslu, reiki heilun og jóga.

Undanfarin ár vann Rósa sem sálfræðingur á Heilsustofnun ásamt því að reka sálfræðistofu í Reykjavík. Á því tímabili framkvæmdi hún rannsókn sem skoðaði rök fyrir meðferð sem sameinar EMDR og listmeðferð. Í framhaldinu af þeirri rannsóknarvinnu þróaði hún áfallameðferð fyrir hópa sem boðið var uppá á Heilsustofnun. Hóparnir voru mjög vinsælir og í vitnisburðum þeirra töluðu þátttakendur um djúpa og áhrifamikla vinnu í öruggu og hlýju umhverfi sem Rósa bauð uppá.

Rósa býr í Reykjavík og nánari upplýsingar má finna á https://www.rosarichter.net 

Þetta er helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, fræðsla og hóptímar, slökun, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsrækt.