Hamskipti - Breytingaskeiðið - sterkari í seinni hálfleik

8.-14. september 2019

6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags á Heilsustofnun í Hveragerði

 1. – 23. febrúar

Þetta námskeið er fyrir konur sem vilja auka þekkingu sína á þessu æviskeiði.

 

Tækifæri til umbreytinga

 • Hvernig bregst líkaminn við?
 • Getur andleg líðan breyst?
 • Hormónalyf eða ekki?
 • Skiptir mataræði og hreyfing máli?

Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast leiðum til að takast á við möguleg einkenni breytingaskeiðs.

Á námskeiðinu tvinnast saman áhugaverð fræðsla, reynslusögur og þátttakendur kynnast ýmsum tækifærum sem felast í því að fara í gegnum þetta spennandi tímabil og verða sterkari í seinni hálfleik.

Hressandi og fróðleg dagskrá, lögð áhersla gleðina í lífinu, hugað að mataræði, hreyfingu og slökun.

Innifalið á námskeiðinu:

 • Gisting, ljúffengur og hollur matur
 • Aðgangur að baðhúsi og líkamsrækt
 • Ýmsir hóptímar, núvitund, jóga, vatnsleikfimi, göngur
 • Bókin; Sterkari í seinni hálfleik

Umsjón;

 • Árelía Eydís Guðmundsdóttir – dósent í leiðtogafræðum  
 • Benedikt Ó Sveinsson - kvensjúkdómalæknir
 • Margrét Grímsdóttir – hjúkrunarfræðingur
 • Geir Gunnar Markússon – næringafræðingur
 • Þóra Sif – íþróttafræðingur

Verð 165.000 kr.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is