Krossgötur

Athugið að dagsetning fyrir  næsta námskeið liggur ekki fyrir

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags á Heilsustofnun í Hveragerði

  • Ef þú hefur einhvern tíman staðið á krossgötum í lífinu eða haft löngun til að breyta um stefnu, þá veistu líklega að áður en þú tekur næstu skref áfram er mikilvægt að þú spyrjir þig nokkurra kröftugra spurninga. 

  • Hvað vil ég? Hvað vil ég ekki lengur? Hvað nærir mig? Hvað skiptir mig máli í vegferð minni fram á við? 

Á þessu námskeiði færð þú aðstoð og hvatningu til að finna mikilvægustu spurningarnar þínar og einnig aðferðir og verkfæri til að endurnýja tenginguna við sjálfa/n þig og það besta í þér. Hvernig notum við fortíðina með öllu sínu til að skapa spennandi og eftirsóknarverða framtíðarsýn?

Getum við tileinkað okkur hugarfar og aðferðir afreksfólks til að auka líkur á að ná markmiðum sem skipta okkur mestu máli?

Flest vitum við að hugarró og skýr ásetningur eru góð undirstaða þess að lifa lífinu á eigin forsendum og eitt af því allra mikilvægasta sem nútímamanneskjan þarf að kunna er að höndla stress, streitu, álag og áreiti. Viðhorf og hugarfar, ásamt heilbrigðu sjálfstrausti og ekki síst heilindum í eigin garð er meðal þess sem við einbeitum okkur að því að styrkja þessu góðu daga á Heilsustofnum (í dásamlegu umhverfi 😊).

Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn og hvatningu til að skilgreina það sem skiptir þá máli, setja sér markmið og koma þeim í framkvæmd.

Lögð verður áhersla á að draga fram eigin styrkleika og nýta þá til þess að láta drauma rætast.

Einnig verður hugað að mataræði, hreyfingu, slökun og hugleiðslu og leiðum til að auka gleðina í lífinu. 

Innifalið á námskeiðinu:

Gisting, ljúffengur og hollur matur, fræðsla og hóptímar, núvitund, jóga og göngur, leikfimi eða vatnsþrek, aðgangur að sundlaugum/baðhúsi og líkamsræktarsal. Einnig er  val um eina meðferð; partanudd, leirbað, heilsubað eða nálastungur.

Umsjón;

  • Matti Ósvald – markþjálfi og heilsuráðgjafi

Verð 165.000 kr.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is