Öldrunarendurhæfing 

Meðferð í öldrunarendurhæfingu er fyrir eldri einstaklinga sem hafa andlegt og líkamlegt þrek til að taka þátt í virkri meðferð í hóp.

Í hverju felst meðferðin?
Í upphafi dvalar eru framkvæmd líkamsfærnipróf, gert mat á byltuhættu og metin þörf fyrir sértæka meðferð. Meðferðaskrá er sett upp í samráði við dvalargest og miðuð við getu hvers og eins. Líkamsþjálfun getur falist í jafnvægisleikfimi, vatnsleikfimi, göngu og styrktarþjálfun. Teymið metur þörf á sértækri meðferð sem getur t.d. verið viðtalsmeðferð, næringarráðgjöf, sjúkranudd, sjúkraþjálfun, nálastungur, vaxmeðferð, vatnsmeðferð eða hitameðferð. Öll meðferð er alltaf undir eftirliti fagfólks.
Hér má lesa pistil Þorkels Guðbrandssonar dr.med um endurhæfingu aldraðra

Hvert er markmið meðferðarinnar?
Markmið meðferðarinnar er að auka líkamlega, andlega og félagslega færni dvalargesta. Með því eykst sjálfsbjargargeta sem og lífsgæði. Í lok dvalar finnum við leiðir fyrir dvalargesti til að viðhalda árangri eftir útskrift.

Hvernig er fræðslu háttað?
Fjölbreytt fræðsla er í boði á Heilsustofnun, m.a. um mikilvægi þjálfunar, varnir gegn byltum, minnisþjálfun, beinþynningu, svefn, kvíða, þunglyndi og mataræði.
Umræðufundir og einstaklingsviðtöl eru hluti af þjónustu öldrunarendurhæfingar.

Hversu löng er meðferðin?
Meðaldvalartími er 4 vikur.

Hverjir koma að meðferð?
Haldið er utan um meðferðina af teymi fagfólks sem samanstendur af lækni, hjúkrunarfræðingi, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, íþróttafræðingi og sjúkranuddara.

 

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli