Aðalfundur var haldinn í Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ,  25. apríl. Farið var yfir verkefni liðins árs og hafa Hollvinasamtökin stutt vel við bakið á Heilsustofnun með kaupum á ýmsum búnaði og húsgögnum. Um 770 manns greiddu árgjald á síðasta ári og einnig komu fjárframlög frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Stjórn var kosin og er skipuð eftirfarandi fólki.

  • Björk Vilhelmsdóttir, formaður
  • Valdirmar Lárus Júlíusson
  • Margrét Grímsdóttir
  • Sigrún Sigurðardóttir
  • Þuríður Guðrún Aradóttir

 

Í varastjórn eru:

  • Sveinn Rúnar Hauksson
  • Ólafur Hjálmarsson

Aðalfundur var haldinn í Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ,  27. júlí sl. Þar lét Ólafur Gränz af embætti sem formaður Hollvinasamtakanna. Hann hafði verið formaður í 5 ár, verið ötull talsmaður Heilsustofnunar og náð góðum árangri í söfnum fjár til margvíslegra verkefna og hluta sem stutt hafa starf stofnunarinnar. Voru honum sérstaklega þökkuð góð störf.

Hollvinasamtök Heilsustofnunar NLFÍ eru félagsskapur fólks sem vinnur að fjáröflun til að efla og stuðla að nýjungum í starfsemi Heilsustofnunr NLFÍ. Síðastliðin ár hafa verið keypt fyrir framlög Hollvina allt frá dýrum lækningatækjum til ódýrra púsluspila. Einnig er fjárfest í nýjum heilsuræktartækjum og húsbúnaði í Hollvinastofuna sem kalla má félagsaðstöðu dvalargesta. Það má því segja að við Hollvinir séum uppbyggjandi félagsskapur.

Á afmælisárinu okkar þegar Hollvinasamtökin fagna 10 árum, stefnum við hátt og snúum bökum saman. Góður árangur hefur verið af starfi okkar og framlögum undanfarin ár. Ánægjulegt afmælisár er liðið og nú er að baki rúmlega tíu ára farsælt starf Hollvina (stofndagur er 24.júlí 2005). Af því tilefni munu allir Hollvinir fá sent með greiðsluseðli vegna árgjalda boðskort fyrir tvo í mat í Matsal stofnunarinnar, ásamt ókeypis aðgangi að Sundlaug, sauna og pottum fyrir tvo.

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli

Fréttir af vef NLFÍ

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun