Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla og langvinnrar streitu.

Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í vatni og samtali. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra að takast á við einkenni áfalla og streitu, finna leiðir og fá ýmis verkfæri til að auka vellíðan í daglegu lífi.

Námskeiðið er haldið á Heilsustofnun í Hveragerði

Skráning er síma 483 0300 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jógakennaranám í vatni

Námskeiði er lokið

Jóga í vatni eru mildir og endurnærandi tímar fyrir líkama, huga og sál. Vatnið mýkir vöðva og liði og hjálpar okkur að auka sveigjanleika okkur á mildan hátt. Í hverjum tíma er upphitun, jógaæfingar, fljótandi slökun og hugleiðsla í heitum potti í lokin.

Hefur þú áhuga á að læra jóga í vatni?
Þann 4. september nk hefst alþjóðlega viðurkennt kennaranám í Jóga í vatni. Það verður kennt á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og er kennt í 7 lotum. Hver lota hefst á föstudegi og endar á sunnudegi.

      

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?