Breytingaskeið

17.-23. febrúar, 8.-14. september

6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags

Þetta námskeið er fyrir konur sem vilja auka þekkingu sína og/eða eru að upplifa einkenni breytingaskeiðs.
Hvernig bregst líkaminn við? Getur andleg líðan breyst? Hormónalyf eða ekki? Skiptir mataræði og hreyfing máli?
Hressandi námskeið þar sem einnig er lögð áhersla á gleðina í lífinu.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is

Streita og kulnun

24.-30. mars, 15.-21. september

6 daga námskeið frá sunnudegi til laugardags

Fólk lærir að þekkja eigin streituvalda, streitueinkenni og áhrif streitu á líf og heilsu. Lögð er áhersla á að fólk kynnist nýjum leiðum til að takast á við streitu og koma í veg fyrir kulnun í lífi og starfi.
Á námskeiðinu er einnig hugað að mikilvægi svefns, hvíldar, hreyfingar og mataræðis.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is

Krossgötur

10.-16. feb., 5.-11. maí, 20.-26. október

6 daga námskeið frá frá sunnudegi til laugardags

  • Langar þig að fá meira út úr lífinu?
  • Finnst þér þig vanta breytingu eða stefnu?
  • Vantar þig kjark til að stíga skrefið?

Á námskeiðinu fá þátttakendur leiðsögn og hvatningu til að skilgreina það sem skiptir þá máli, setja sér markmið og koma þeim í framkvæmd.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.heilsustofnun.is

Heilsudagar í desember

Heilsustofnun býður sérstakt verð á Heilsudögum í desember 

Innifalið í verði: Gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig fjölbreytt dagskrá alla virka daga t.d. vatnsleikfimi, ganga, slökunartímar, leikfimi, jóga, núvitund og ýmsir opnir tímar. 

Lesa meira ...
Page 1 of 4