Innlagnaritari óskast til starfa
Staða heilbrigðisgagnafræðings er laus til umsóknar. Önnur heilbrigðismenntun kemur einnig til greina. Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi. Starfið felst í innskráningum dvalargesta og læknaritun.
Menntunar- og hæfniskröfur
Heilbrigðisgagnafræðingur eða önnur heilbrigðismenntun
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulagshæfni og frumkvæði
Fríðindi í starfi
Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu
er í boði hollt og gott grænmetisfæði.
Nánari upplýsingar veitir:
Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri,
Sjúkraþjálfari óskast til starfa
Sjúkraþjálfari óskast til starfa á Heilsustofnun í Hveragerði
Fjölbreytt og skemmtilegt starf á góðum vinnustað
Hæfniskröfur:
- Íslenskt starfsleyfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði
- Góð þjónustulund og færni í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Helstu verkefni:
- Sjúkraþjálfun
- Kennsla í hóptímum
- Útigöngur og fræðsla
- Þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi
Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu
er í boði hollt og gott grænmetisfæði. Möguleiki er á húsnæði á staðnum
og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn.
Nánari upplýsingar veita Sigrún Vala Björnsdóttir yfirsjúkraþjálfari,
Hjúkrunarfræðingur - sumarafleysingar
Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Heilsustofnun í Hveragerði. Um er að ræða fjölbreytt starf í þverfaglegu samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfið felur í sér
einstaklingsmiðaða hjúkrun, almenn hjúkrunarstörf og fræðslu. Unnið er á þrískiptum vöktum. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi og góð íslenskukunnátta
Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
Reynsla af þverfaglegu meðferðarstarfi er kostur
Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
Aðgangur að baðhúsi og tækjasal er ókeypis fyrir starfsmenn og í hádeginu er í boði hollt og gott grænmetisfæði. Möguleiki er á húsnæði á staðnum og einnig er starfsmannarúta til og frá Olís við Rauðavatn.
Umsóknir með ferilskrá berist til mannauðsstjóra á
Nánari upplýsingar veita:
Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar –
Stefanía Sigurjónsdóttir deildarstjóri hjúkrunar –
Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri –
Almennar starfsumsóknir
Almennar starfsumsóknir skal senda til Aldísar Eyjólfsdóttur starfsmannastjóra í netfangið
Einnig er tekið við umsóknum í bréfleiðis.
Utanáskrift umsókna er:
Heilsustofnun NLFÍ
b.t. starfsmannastjóra
Grænumörk 10
810 Hveragerði
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri,
Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Á Heilsustofnun fer fram einstaklingsmiðuð læknisfræðileg endurhæfing sem stjórnað er af þverfaglegum teymum. Áhersla er á að efla líkamlega, andlega og félagslega færni einstaklinga, auka lífsgæði og styrkja þá til athafna daglegs lífs.
Helstu meðferðarsvið eru verkjameðferð, meðferð vegna streitu og kulnunar, offitumeðferð, geðendurhæfing, hjartaendurhæfing, öldrunarendurhæfing og endurhæfing eftir alvarleg veikindi, aðgerðir eða slys.