Námskeiðið Streita, áföll og taugakerfið var haldið í annað sinn hér á Heilsustofnun í byrjun nóvember sl.

Fullbókað hefur verið á námskeiðin sem spannar fjóra daga og er boðið upp á fræðslu um afleiðingar áfalla og langvinnrar streitu á andlega og líkamlega heilsu og kynntar ýmsar leiðir til að vinna með áhrif þess. Mikil áhersla er lögða á slökun, jóga nidra djúpslökun, möntruhugleiðslu o.fl. Góður og heilsusamlegur matur er að sjálfsögðu innifalinn ásamt aðgengi að baðhúsinu Kjarnalundi, líkamsrækt o.fl.
Námskeið verða eftir áramót og við munum kynna það vel þegar dagsetningar liggja fyrir.

Evrópsku Heilsulindasamtökin ESPA hafa veitt Heilsustofnun í Hveragerði viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í Hveragerði á Íslandi.

Viðurkenningin var veitt við við hátíðlega athöfn á aðalfundi samtakanna í Haapsalu í Eistlandi 9. október. Í viðurkenningarskjalinu segir að Heilsustofnun fái þessa viðurkenningu fyrir framúrskarandi gæði og árangur við endurhæfingu, nýsköpun í vatnsmeðferð og staðfestu í heilbrigðisþjónustu í 70 ár.

Námskeið 5.-9. nóvember – frá miðvikudegi til sunnudags - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leiðir til jafnvægis

Markmið námskeiðsins er finna og efla eigin styrk til að takast á við og vinna úr einkennum áfalla
og langvinnrar streitu.
Unnið er með taugakerfið með fræðslu, hugleiðslu, jóga nidra djúpslökun, áfallajóga, náttúrugöngu í núvitund, slökun í
vatni og samtali.

Laust starf í ræstingu

Við óskum eftir að ráða í 100% starf í ræstingu á Heilsustofnun.
Vinnutími er frá 08:00-15:00 og unnið er aðra hvora helgi.

- Laun eru skv. kjara- og stofnanasamningi við Eflingu
- Viðkomandi þarf að vera stundvís og áreiðanlegur, með góða hæfni í mannlegum samskiptum og tala góða íslensku

Nánari upplýsingar veitir Aldís Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sími 483 0300.