Aðrir fræðslufyrirlestrar

Beinþynning: Í fyrirlestrinum verður svarað spurningunni hvað er beinþynning? Fjallað um áhættuþætti beinþynningar og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Gott minni gulli betra: Fyrirlesturinn fjallar um skilgreiningu á minni, minnisstöðvar, mismunandi minni og mikilvægi minnisþjálfunar. Upphaf skipulagðar minnisþjálfunar og ekki síst nokkur góð ráð til að skerpa minnið.

Hjartasjúkdómar; áhættuþættir/ lífshættir: Um helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hvaða áhrif lífshættir okkar geta haft á þessa kvilla, bæði til góðs og ills.

Matur og þyngd: Fjallað er um leiðir til að vinna gegna offitu og ofþyngd með mataræðinu. Farið í ástæður þyngdaraukningar og það hvernig nútíma lifnaðarhættir eru sífellt að þyngja okkur.

Sterkir fætur forða falli: Þriðjungur fólks nálægt sjötugu hrasar árlega, oftast í heimahúsum. Fjallað er um slysavarnir og forvarnir gegn slysum með eldra fólk í huga, sérstök áhersla lögð á byltuvarnir. Farið er skipulega í gegnum heimilið og nánasta umhverfi.

Vatnsmeðferð á Heilsustofnun. Fræðsla um hvernig nýta má vatn, heitt eða kalt, sem verkjastillandi meðferðarform, bæði inni á Heilsustofnun og þegar heim er komið.

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli