Aðrir fræðslufyrirlestrar
Beinþynning: Í fyrirlestrinum verður svarað spurningunni hvað er beinþynning? Fjallað um áhættuþætti beinþynningar og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Gott minni gulli betra: Fyrirlesturinn fjallar um skilgreiningu á minni, minnisstöðvar, mismunandi minni og mikilvægi minnisþjálfunar. Upphaf skipulagðar minnisþjálfunar og ekki síst nokkur góð ráð til að skerpa minnið.
Hjartasjúkdómar; áhættuþættir/ lífshættir: Um helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hvaða áhrif lífshættir okkar geta haft á þessa kvilla, bæði til góðs og ills.
Matur og þyngd: Fjallað er um leiðir til að vinna gegna offitu og ofþyngd með mataræðinu. Farið í ástæður þyngdaraukningar og það hvernig nútíma lifnaðarhættir eru sífellt að þyngja okkur.
Sterkir fætur forða falli: Þriðjungur fólks nálægt sjötugu hrasar árlega, oftast í heimahúsum. Fjallað er um slysavarnir og forvarnir gegn slysum með eldra fólk í huga, sérstök áhersla lögð á byltuvarnir. Farið er skipulega í gegnum heimilið og nánasta umhverfi.
Vatnsmeðferð á Heilsustofnun. Fræðsla um hvernig nýta má vatn, heitt eða kalt, sem verkjastillandi meðferðarform, bæði inni á Heilsustofnun og þegar heim er komið.