Í desember er boðið upp á heilsudvöl þar sem lögð er áhersla á slökun, heilsusamlegan mat og hæfilega hreyfingu.

Innifalið í verði er: Gisting, fullt fæði, aðgangur að líkamsrækt og baðhúsinu Kjarnalundi með inni- og útisundlaug, heitum pottum, nuddpotti, köldum potti, víxlböðum, infrarauðri saunu, útisaunu og vatnsgufubaði.

Jóga, slökun og núvitund með Ellen og Esther. 25.-27. október - UPPSELT

Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags þar sem lögð er áhersla á jóga og slökun en einnig núvitund og að njóta náttúrunnar í heilandi umhverfi Heilsustofnunar í Hveragerði.

Gisting og ljúffengt heilsufæði er innifalið ásamt Gisting og ljúffengt heilsufæði innifalið ásamt aðgengi að allri aðstöðu.

Sjá auglýsingu pdf

Sjá dagskrá pdf

Aðalfundur Hollvinasamtaka HNLFÍ verður haldinn á Heilsustofnun 22. maí  2024, kl: 19:30

Dagskrá:

  1. Setning fundar
  2. Kosning fundarstjóra og ritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Ársreikningar félagsins
  5. Tilnefningar til trúnaðarstarfa
  6. Árgjald
  7. Önnur mál

Yfirsjúkraþjálfari á Heilsustofnun í Hveragerði

Staða yfirsjúkraþjálfara er laus til umsóknar. Heilsustofnun er ein stærsta endurhæfingarstofnun landsins og veitir árlega 1350 einstaklingum endurhæfingarþjónustu skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fagleg ábyrgð á sjúkraþjálfun
  • Daglegur rekstur deildar
  • Almenn sjúkraþjálfun

ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ ÞARF AÐ SÆKJA MIÐA Í ALLA VATNSLEIKFIMITÍMA – MIÐAR ERU SÓTTIR HJÁ SUNDVERÐI EFTIR KL.16:30 DAGINN FYRIR DAGSKRÁ

Fimmtudagur 28. mars - skírdagur

  • 08:10 - Vatnsleikfimi, kröftug - miðar
  • 08:50 - Vatnsleikfimi, miðlungs - miðar
  • 10:00 - Vatnsleikfimi, létt - miðar
  • 11:00 - Ganga 2 – þeir sem vilja fara lengra gera það á eigin vegum
  • 17:00 – Slökun í Kapellu