Heilsudvöl í desember
Í desember er boðið upp á heilsudvöl þar sem lögð er áhersla á slökun, heilsusamlegan mat og hæfilega hreyfingu.
Innifalið í verði er: Gisting, fullt fæði, aðgangur að líkamsrækt og baðhúsinu Kjarnalundi með inni- og útisundlaug, heitum pottum, nuddpotti, köldum potti, víxlböðum, infrarauðri saunu, útisaunu og vatnsgufubaði.