Streitufræðsla
Fyrirlestraröð um hinar ýmsu hliðar streitu.
Streituþol: Fjallað er um streitu sem eðlileg viðbrögð einstaklingsins við áreiti, á hvaða hátt langvinn streita getur komið niður á heilsu og vellíðan. Bent á leiðir til að nýta eðlileg streituviðbrögð til uppbyggingar og hvernig má takast á við langvinna streitu.
Hvað gerir slökun fyrir þig? Fjallað er um áhrif slökunar og hvernig við getum notað hana til að bæta líðan okkar.
Leiðbeinandi er Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur.