Húmor (skopskyn)

Bráðskemmtilegur fyrirlestur um hvernig bæta má heilsuna og auka lífsgæðin með hjálp húmors. Á fyrirlestrinum eru ýmis sýnishorn af húmor, mismunandi tegundir og mörg spaugileg dæmi um hvernig nota ber húmor í daglega lífinu.

Nánari lýsing
Húmorinn hjálpar okkur til að þola raunveruleikann, slaka á og takast á við sjúkdóma og vonbrigði. Í heilbrigðiskerfinu minnkar hann streituna, sem er afleiðing valdamisræmis á milli sjúklinga og meðferðaraðila, og getur bætt sambandið þeirra.

Með húmor getum við skoðað það, sem er erfitt án þess að taka hlutina of alvarlega og hæfileikinn til að brosa eða hlæja minnkar kvíða. Dæmi: Frænka mín var svo slæm af verkjum að hún gat ekki lyft handleggjunum yfir höfuðið. Þetta var eins með fæturna.

Við getum notað húmor til að umgangast okkur sjálf og aðra á opinn og jákvæðan hátt og til að æfa það að sjá ekki í öðrum manneskjum bara sjúkdóm, einkenni eða vandamál. Maður getur kannski sagt að húmor sem afstaða byrjar þar sem aðstæðurnar hætta að vera skemmtilegar.

Leiðbeinandi er Norbert Ægir Muller hjúkrunarfræðingur og húmoristi.

stofnunarsins2022   SAM StofnunArsins2022 Merki Fyrirmyndar stofnun 2022 RGB 1122

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli