Heilsusamlegt mataræði

Í fyrirlestrinum um Heilsusamlegt mataræði er fjallað um mat, máltíðir og innkaup sem stuðla að bættri líðan og betri heilsu. Einnig er rætt um ýmsar staðhæfingar og rangfærslur um mat og fæðubótarefni sem birtast almenningi reglulega.

Farið verður yfir mikilvægi heilsusamlegs mataræðis í nútímasamfélagi og settar fram einfaldar næringarreglur sem ber að reyna að fylgja flesta daga ársins.

Þessum spurningum verður svarað:

  • Hvernig hefur nútíma mataræði Íslendinga áhrif á heilsufar?
  • Hvernig má varast viðbættan sykur í matvælum?
  • Hvað er heilsusamlegt mataræði?
  • Má nota mat sem lyf?

Þetta er opinn fyrirlestur sem allir gestir Heilsustofnunar geta sótt. 

Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur M.Sc.

Dagskrá
Þriðja hvern þriðjudag kl.13:00-13:30 í Kapellu á Heilsustofnun.

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli