Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki fjórar vikur og er háð því skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl.

Almennar ráðleggingar sóttvarnalæknis um handþvott, sprittun almennar sóttvarnir gilda. Þá munu heimsóknir til dvalargesta og heimferðir á dvalartíma verða takmarkaðar. Lokað er fyrir almenning. Þessar áherslur munu taka breytingum í takt við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda.

Athugið að fólk getur ekki komið inn á Heilsustofnun:

 • Ef það er nýkomið til landsins eða hefur umgengist einstakling sem er nýkominn að utan. Það þurfa að líða amk tvær vikur eftir komu þar til fólk má koma hingað inn.
 • Ef fólk finnur fyrir einkennum og athugið að þetta gildir jafnt um dvalargesti, starfsfólk, gesti dvalargesta og íbúa við Lækjarbrún.
 • Einnig skal forðast umgang við fólk með hósta eða kvefeinkenni.Símatími fyrir innlagnir er kl.10 - 12 á virkum dögum.

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.​

NIðurstöður má sjá hér:

https://ai.is/nidurstodur-i-samkeppni-nlfi-hveragerdi/

domnefnd1.verdlaun

1. verðlaun: Arkþing-Nordic og Efla.

 

 

Hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu á landi NLFÍ í Hveragerði – úrslit kynnt föstudaginn 3. júlí  kl. 15:00

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efndi í janúar 2020  til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin. Leitast var eftir tillögum að heildarskipulagi sem innifelur m.a. endurnýjun á núverandi húsnæði Heilsustofnunar í áföngum, að hluta til eða öllu leyti. Dómnefndarfulltrúar voru tilnefndir af verkkaupa og Arkitektafélagi Íslands og hófust dómstörf í júní 2020 eftir að skilafresti tillagna lauk.

Lesa meira ...

Uppbyggjandi ritmennska - að skrifa sig úr skugganum í ljósið

Námskeið frá fimmtudegi til sunnudags, 9.-12. júlí 2020

Steinunn Sigurðardóttir leiðbeinir þátttakendum við að nota ritmennsku til þess að byggja sig upp.

Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni. Leitað verður skapandi skriflegra leiða til þess að tjá erfiðar tilfinningar. Reynt verður að skoða þessa líðan utan frá með textann sem kíki. Ritmennskuaðferðin, með hópeflinu, er notuð sem tæki til þess að stuðla að betri líðan og skapa uppbyggjandi kraft fyrir þá sem glíma við óyndi, áhyggjur, kvíða.

Lesa meira ...

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands (AÍ) efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar (HNLFÍ) og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði þar sem starfsemi Heilsustofnunar er rekin, samkvæmt keppnislýsingu þessari og gildandi samkeppnisreglum AÍ.

Lesa meira ...

1. nóvember 2019

Í dag var undirritaður samningur milli Náttúrulækningafélags Íslands og Sagafilm um gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar í Hveragerði. Unnið hefur verið að undirbúningi myndarinnar um nokkurra ára skeið. Í heimildarmyndinni verða gerð skil á æviskeiði Jónasar, læknisstörfum á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.

Lesa meira ...

Réttur dagsins

Miðvikudagur 8. júlí

Kotasælubollur með grænpiparsósu - Tómatsúpa með basil

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

Hvernig ber ég mig að?

 • Læknisfræðileg endurhæfing

  Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

  Skoða nánar

 • Almenn heilsudvöl

  Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

  Skoða nánar

 • Námskeið og fræðsla

  Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

  Skoða nánar

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun