Hollur matur - hluti af meðferð á Heilsustofnun

Athugið að nú er opið fyrir almenning frá kl.12:15 í hádeginu

Á Heilsustofnun er litið á matinn sem hluta af meðferð. Alla daga er boðið upp á fjölbreytt grænmetisfæði, auk fisks tvisvar í viku. Boðið er upp á heilsute sem blandað er úr villtum íslenskum lækningajurtum með hverri máltíð. Leitast er við að bjóða einungis upp á lífrænt, ferskt hráefni en sem minnst af unnum matvælum. 

Öllum gestum sem dvelja í lengri eða skemmri tíma á Heilsustofnun er boðið upp á fullt fæði. Fáir vita hins vegar að hægt er að koma við í matsalnum og kaupa sér staka máltíð. Hægt að kaupa matinn til að borða á staðnum eða taka með sér. Það er upplagt að nýta sér þetta þegar vinir eða ættingjar eru heimsóttir eða menn langar einfaldlega í góðan og hollan mat.

Í matsal Heilsustofnunnar er einnig hægt að kaupa heilsubrauð, heilsute, fiskibollur og uppskriftabók Heilsustofnunnar.

Réttur dagsins

Laugardagur 14. desember

Vetrarbaka með bökuðum rauðrófum piparrótarsósu og ristuðu brokkólí – Hýðisgrjónagrautur

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli