Fyrirlestrarröð um lífstílsbreytingar
Gildi þjálfunar: Fjallað er um áhrif þjálfunar á líkamlega og andlega heilsu og gefnar ráðleggingar um hvernig hægt er að halda áfram þjálfun heima. Hvað þarf að gera mikið? Hvaða þjálfun hentar best?
Góður lífsstíll alltaf: Fjallað er um mikilvægi þess að halda áfram að vinna að góðum lífsvenjum eftir að heim er komið. Hvernig hægt er að breyta lífsvenjum í skrefum og til frambúðar, ekki bara tímabundið. Markmiðssetningar og stuðningur.
Efling sjálfsmyndar: Allir geta tekið jákvæðum breytingum til að byggja upp sjálfstraust og vellíðan sem því fylgir. Fyrirlesturinn tekur til umfjöllunar þróun sjálfsmyndar og samskipta. Bent er á aðferðir til að meta eigin sjálfsmynd og efla hana.
Leiðbeinendur eru sjúkraþjálfarar og íþróttakennarar Heilsustofnunar.