Fyrirlestrarröð um lífstílsbreytingar

Gildi þjálfunar: Fjallað er um áhrif þjálfunar á líkamlega og andlega heilsu og gefnar ráðleggingar um hvernig hægt er að halda áfram þjálfun heima. Hvað þarf að gera mikið? Hvaða þjálfun hentar best?

Góður lífsstíll alltaf: Fjallað er um mikilvægi þess að halda áfram að vinna að góðum lífsvenjum eftir að heim er komið. Hvernig hægt er að breyta lífsvenjum í skrefum og til frambúðar, ekki bara tímabundið. Markmiðssetningar og stuðningur.

Efling sjálfsmyndar: Allir geta tekið jákvæðum breytingum til að byggja upp sjálfstraust og vellíðan sem því fylgir. Fyrirlesturinn tekur til umfjöllunar þróun sjálfsmyndar og samskipta. Bent er á aðferðir til að meta eigin sjálfsmynd og efla hana.

Leiðbeinendur eru sjúkraþjálfarar og íþróttakennarar Heilsustofnunar.

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli