Heilsustofnun er lokuð fyrir almenning vegna kórónuveirufaraldursins.   Nánari upplýsingar
 

31. júlí 2020

Heilsustofnun er lokuð almenningi vegna kórónuveirufaraldursins. Full endurhæfingarstarfsemi er hinsvegar hér í gangi. Enginn fær að koma inn á stofnunina sem verið hefur erlendis sl 14 daga, í návígi við sýktan einstakling eða með einkenni sem bent geta til COVID-19 og gildir það fyrir dvalargesti, aðra gesti og starfsfólk. Allir þurfa að gæta sérstaklega vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, góðum handþvotti , sprittun og 2ja metra fjarlægð. Vel er hugað að sótthreinsandi þrifum á stofnuninni og sérstaklega hvað varðar almenna snertifleti.  Sprittstandar-og brúsar eru víða um húsið. Dvalargestir þurfa alltaf að spritta hendur áður en farið er í matsal og tækjasal og einnig á eftir. Þeir fá úthlutað handklæði til að leggja á dýnur í leikfimi og teppi til að nota í hita-og slökunarmeðferðum. Dvalargestir hafa leyfi til að fá 1 gest í heimsókn (sem uppfyllir öll áðurnefnd skilyrði) en eru beðnir um að takmarka ferðir út af stofnuninni. Dvalargestir þurfa að láta hjúkrunarvakt strax vita ef þeir veikjast eða finna fyrir flensulíkum einkennum. Starfmenn þurfa að gæta sérlega vel að smitvörnum og fá ekki að mæta í vinnu ef þeir hafa öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem bent gætu til COVID-19.

 

Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing til afleysinga frá 1. september í eitt ár. Um er að ræða í 85% starfshlutfall í vaktavinnu. Möguleiki er á starfsmannaíbúð á staðnum.

Hæfniskröfur:

 • Jákvætt viðhorf og góð samskiptahæfni
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
 • Íslenskt hjúkrunarleyfi

Nánari upplýsingar gefur Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í netfangi: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efndi í janúar 2020 til opinnar hugmyndasamkeppni um enduruppbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og framtíðarskipulag á landi NLFÍ í Hveragerði. Alls bárust 11 tillögur í samkeppnina og voru niðurstöður kynntar 3. júlí 2020 í Hveragerði.​

Lesa meira ...

1. nóvember 2019

Í dag var undirritaður samningur milli Náttúrulækningafélags Íslands og Sagafilm um gerð heimildarmyndar um Jónas Kristjánsson lækni, stofnanda Náttúrulækningafélags Íslands og síðar Heilsustofnunar í Hveragerði. Unnið hefur verið að undirbúningi myndarinnar um nokkurra ára skeið. Í heimildarmyndinni verða gerð skil á æviskeiði Jónasar, læknisstörfum á Héraði, þar sem hann hóf feril sinn, og í Skagafirði þar sem hann var héraðslæknir á árunum 1911-1938 en þar var Náttúrulækningafélagið stofnað á Hótel Tindastóli árið 1937.

Lesa meira ...

Réttur dagsins

Fimmtudagur 13. ágúst

Kotasælubollur með sveppasósu - Kínversk súpa með eggjum og maís

Salatbar

Skoða matseðil vikunnar

Hvernig ber ég mig að?

 • Læknisfræðileg endurhæfing

  Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

  Skoða nánar

 • Almenn heilsudvöl

  Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

  Skoða nánar

 • Námskeið og fræðsla

  Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

  Skoða nánar

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

European Spas Association

espa winner2015 heilsustofnun