Björn Rúnar Lúðvíksson prófessor í ónæmisfræðum og framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu hjá Landspítala hefur tekið sæti í aðalstjórn Heilsustofnunar.
Útgáfuhóf var haldið fimmtudaginn 28. september í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af útgáfu ævisögu Jónasar Kristjánssonar læknis Að deyja frá betri heimi. Það var margt um manninn og m.a. las Pálmi Jónasson rithöfundur bókarinnar upp úr bókinni. Pálmi áritaði einnig eintök af bókinni og Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur flutti tölu.
Þekkt er að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast og fer öldruðum fjölgandi og væntanlega mun þessi þróun halda áfram næstu árin og áratugi.
Þótt margir eldist á heilbrigðan hátt þá komumst við ekki hjá aldurstengdum breytingum sem hafa mismikil áhrif á heilsuna okkar. Einnig fjölgar þeim sem eldast ekki eins og best verður á kosið.
Í gær, 16. febrúar var tilkynnt á hátíð Sameykis að Heilsustofnun NLFÍ hlaut titilinn Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu.
Könnunin byggir á mati starfsmanna og er um er að ræða mat á innra starfsumhverfi og starfsaðstöðu.
Á ársþingi ESPA – evrópsku heilsulindasamtakanna sem haldið var í Piestany í Slóvakíu, fimmtudaginn 22. september fékk Heilsustofnun afhent ESPA Innovation Award – nýsköpunarverðlaun samtakanna.