Sjúkraþjálfarar á Heilsustofnun sinna bæði hópþjálfun og einstaklingsmeðferð dvalargesta sem þess þurfa. Einnig veita þeir fræðslu og vinna í teymum með öðrum meðferðaraðilum.  

Áhersla er lögð á „virka“ meðferð þannig að sjúklingurinn verði meðvitaður um eigin þátt í meðferðinni og framhaldinu eftir að heim er komið.  

Talsverður hluti meðferðar fer fram í hópum og sem dæmi um hópmeðferðir má nefna: 

  • Jafnvægisæfingar: Sérhæfðar æfingar í litlum hópi til að bæta jafnvægi og jafnvægisviðbrögð.
  • Bakæfingar: Sérhæfðar æfingar standandi og á dýnu fyrir fólk með bakvandamál með áherslu á stöðugleika og styrktarþjálfun fyrir kvið- og bakvöðva.
  • Líkamsvitund/Tai Chi: Kínversk leikfimi, líkamsvitund og jafnvægi, bætir samhæfingu
  • Grindarbotnsæfingar: Fræðsla og æfingar fyrir fólk með t.d. áreynsluþvagleka
  • Hjartaþjálfun: Þolþjálfun undir eftirliti á hjóli og í tækjum (stig III). Áreynsluþolpróf ef þörf er á.

Fræðsla er stór þáttur í starfi sjúkraþjálfara á Heilsustofnun og á það bæði við einstaklings- og hópmeðferðir.  

Dæmi um fræðslufyrirlestra sem sjúkraþjálfarar eru með: 

  • Hryggurinn – styrkleikar og veikleikar
  • Bjargráð – berum ábyrgð
  • Sársaukaminni og hreyfing
  • Slitgigt
  • Hreyfistjórn – stöðugleikakerfi/hreyfikerfi
  • Hreyfing sem verkjastjórnun
  • Verkir – vinur eða óvinur

Sjúkraþjálfarar og íþróttakennarar taka þátt í teymisvinnu, þjálfun og fræðslu fyrir þá sem koma inn á „línur“ eða í hóp:

  • Hjartalína
  • Bæklunarlína
  • Gigtarlína
  • Taugasjúkdómalína
  • Verkjalína/vefjagigt
  • Offitu-/efnaskiptalína
  • Krabbameinslína
  • Geðlína/þunglyndi/kvíði
  • Streita
  • Kulnun
  • PostCovidlína
  • Öldrunarlína

Íþróttakennarar sjá um fjölbreytta hópþjálfun og fræðslu. Þeir hitta nánast alla dvalargesti og útbúa sérsniðna þjálfunaráætlun fyrir hvern og einn eftir getu hans og markmiði með dvöl. Þeir halda utan um stóran hluta hópþjálfunar en hafa einnig einstaklingsmiðaða þjálfun fyrir dvalargesti í tækjasal og sundlaug.

Leikfimi er í þremur stigum:

  • Leikfimi 1: Rólegar æfingar gerðar standandi og í stól (25-30 mínútur)
  • Leikfimi 2: Æfingar, mest standandi og aðeins sitjandi, unnið með jafnvægi, styrk, liðleika og samhæfingu (25-30 mínútur).
  • Leikfimi 3: Æfingar standandi og á dýnu með áherslu á þol, styrk og liðleika (40 mínútur)
  • Leikfimiteygjur: Æfingar á dýnu, liðkandi teygjuæfingar og nudd með bolta (30 mínútur)

Jóga: Jógateygjur á dýnu og standandi fyrir breiðan aldurshóp

Jóga í vatni: mildar jógastöður í innilaug sem er hituð sérstaklega

Vatnsleikfimi er í átta mismunandi hópum:

  • Vatnsleikfimi 1: Rólegar æfingar með áherslu á liðleika, jafnvægi og mýkt, einkum ætluð eldra fólki (25 mín)
  • Vatnsleikfimi 2: Aðeins meiri hraði og kröfur en í 1 (30 mín)
  • Vatnsleikfimi 3: Fyrir nokkuð hressa, aukin mótstaða og hraði
  • Vatnsleikfimi 4: Fyrir þá hressustu, meiri mótstaða og hraði
  • Vatnsleikfimi fyrir gigtarlínu: Áhersla á liðleika, mýkt og jafnvægi
  • Vatnsleikfimi fyrir verkjalínu: Líkamsbeiting, jafnvægi, stöðugleiki og mýkt
  • Vatnsleikfimi fyrir fólk með nýja liði/eða fötlun
  • Vatnsþrek: Einstaklingsmiðuð þjálfun þar sem viðkomandi bæði syndir og gerir æfingar í vatni. Þjálfun fer fram í útisundlaug.

Einstaklingsmeðferð í vatni: fyrir þá sem þurfa meiri aðstoð, eru hreyfihamlaðir eða vatnshræddir.

Þolganga er í þremur stigum:

  • Ganga 1 er mjög róleg ganga á jafnsléttu (20 mín)
  • Ganga 2 er fremur róleg ganga að mestu á jafnsléttu, u.þ.b. 2,0 – 2,5 km á 30 mín.
  • Ganga 3 er frekar rösk ganga á mishæðóttu. Gengnir eru 3 – 4 km á 40 mín.

Stöku sinnum er í boði Ganga 4 sem er þá mjög rösk ganga á mishæðóttu og gengnir u.þ.b. 4,5 – 5,5 km á 50 mín.

Háls og herðahópæfingar: Rólegar liðkandi æfingar fyrir háls og herðasvæði ásamt teygjum og slökun.

Öldrunarhópar: Æfingar í tækjasal og stöðvaþjálfun í litlum hópum þar sem áhersla er lögð á þjálfun sem nýtist vel og fólk getur haldið áfram að gera heima eftir útskrift.

Námskeiði er lokið.

 

Streitumeðferð og fræðsla fyrir dvalargesti

Fjögurra vikna námskeið er fyrir þá sem glíma við alvarleg streitueinkenni og/eða kulnun í starfi eða einkalífi. 

 

 Innritun 1 Fyrsti tími Útskrift
þri - mið. Fimmtudagur þri. - mið
     

 

Námskeiði er lokið.

 

Dagsetningar í vinnslu - námskeið fyrir einstaklinga með þunglyndi, kvíða og streitu

 Innritun 1 Kynningarfundur Fyrsti tími Útskrift
Mán. - þri. Miðvikudagur Fimmtudagur Mán. - þri.
       
 

Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð og er þaulprófað og gagnreynt erlendis. Námskeiðið fer fram í lokuðum hópum með 10-16 dvalargestum, kennt er í átta skipti í tvo samfellda tíma í senn, auk þess sem þátttakendur þurfa að leggja á sig umtalsverðar heimaæfingar á milli tímanna. Engin einstaklingsviðtöl eru innifalin. 

Námskeiði er lokið.

 

Dagsetningar fyrir næstu námskeið hjá Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi eru í vinnslu

Námskeiðið hentar þér: ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munum við hefja mikilvæga úrvinnslu á því sem liggur á bak við vandann og byggja upp nýja von og framtíðarsýn.

Opin dagskrá fyrir dvalargesti Heilsustofnunar yfir páskana 2022

Ritmennskunámskeið - að skrifa sig úr skugganum í ljósið 

þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

Næsta námskeið er um páskana 2020, frá föstudegi til mánudags, 10.-13.apríl.

Námskeið frá miðvikudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að losa sig frá erfiðum tilfinningum með skapandi skriflegri tjáningu.

Tökum stjórnina - streita og kulnun

Næsta námskeið er 22.-27.mars 2020 - þessu námskeiði er frestað

5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags

  • Ertu að upplifa kulnun í lífi eða starfi?
  • Er þráðurinn stuttur og neistinn farinn?
  • Ertu með stöðuga kvíðatilfinningu?
  • Langar þig að ná aftur tökum á eigin lífi?

Þetta námskeið er fyrir einstaklinga semupplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða starfi. Á námskeiðinu skoða þátttakendur hverjir eru þeirra helstu streituvaldar og streitueinkenni. Samspil sjálfsmyndar,meðvirkni og streitu er skoðað og kenndar leiðir til að takast á við streitu í eigin lífi.

Núvitund - 8 vikur - 19.febrúar 2020

Næsta námskeið hefst 19. febrúar 2020 

Þetta námskeið er ekki fyrir inniliggjandi dvalargesti.

Námskeið í núvitund við verkjum, kvíða, þunglyndi og streitu. Námskeiðið tengir saman núvitund og hugræna atferlismeðferð.

Unnið er í lokuðum hópum 12-16 einstaklinga. Kennt er í átta skipti, einu sinni í viku í tvo tíma í senn. Þátttakendur þurfa að gera ráð fyrir daglegum heimaæfingum á milli tímanna.

Kennt er á miðvikudögum kl. 15:30 - 17:30.  - Þögull laugardagur verður 21. mars

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli