Heilsan þín er allra hagur - berum ábyrgð

Það er margsannað að nudd, hitameðferðir, slökun og böð bæta jafnt líkamlegt sem og andlegt ástand. Þessar meðferðir ásamt fleirum eru í boði hjá Heilsustofnun. Til að fá sem mest út úr meðferðum er mjög gott að byrja á því að fara í heitan pott, gufu eða gera léttar æfingar í lauginni og öll þessi aðstaða er innifalin ef farið er í einhverja af meðferðum okkar. Sloppar, inniskór og handklæði eru einnig innifalin í verði.

Starfsfólk Heilsustofnunar hefur sérhæft sig í vatnsmeðferðum og hjá okkur starfa fimm löggiltir sjúkranuddarar ásamt þaulvönu starfsfólki í sundlaug og leirböðum. Aðstaðan í baðhúsinu í Kjarnalundi er eins og best verður á kosið. 

Sjúkranudd
Sjúkranudd er meðhöndlun á mjúkvöðvum líkamans í lækningaskyni. Mjúkvöðvar eru vöðvar, sinar, liðbönd og himnur. Með því að minnka spennu í vöðvum eykst flutningur súrefnis og næringar til vefjanna. Sjúkranudd er hægt að fá sem partanudd eða heilnudd. 

Partanudd
Meðferð fyrir valda líkamshluta. Hentar mjög vel t.d. við vöðvabólgu í hálsi, herðum og baki.
Tíminn er 25 mínútur.  

Heilnudd
Meðferð fyrir allan líkamann. Spennulosandi og eykur blóðflæði til vöðvanna. Vinnur á vöðvabólgu og þreytu í líkamanum.
Tíminn er 50 mínútur. 

Leirbað
Djúpur hiti slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi. Leirbaðið hefur góð áhrif á psoriasis og önnur húðvandamál. Gestir sem haldnir eru hjarta- eða lungnasjúkdómum, hafa verið með æðahnúta eða farið í æðahnútaaðgerðir eða eru með nikkelofnæmi geta því miður ekki nýtt sér meðferð í leirbaði.
Tíminn er 15 mínútur í baðinu sjálfu og svo 20 mínútur í slökun eftir á. 

Nálastungur
Nálastungur eru áhrifamikil meðferð gegn stoðkerfisverkjum, mjóbaksverkjum, vöðvabólgu og verkjum eftir hálshnykk. 
Tíminn er 30 mínútur. 

Heilsubað
Slakandi bað þar sem hægt er að velja á milli mismunandi olía.

  • Kvefbað hefur góð áhrif á óþægindi í öndunarfærum
  • Kamillubað flýtir fyrir að sár grói og er mjög gott fyrir húðina
  • Slökunarbað hefur róandi áhrif og dregur úr streitu, ofþreytu og mígreni
  • Gigtarbað linar verki í stoðkerfi og eyðir þeim jafnvel alveg

        Baðið sjálft tekur 20 mínútur og svo eru 20 mínútur í slökun eftir á.

Dáleiðsla
Djúpslökun með dáleiðslutækni.
Tíminn er 60 mínútur.