Heilsan þín er allra hagur - berum ábyrgð

ATHUGIÐ AÐ TAKMARKAÐUR AÐGANGUR ER FYRIR ALMENNING 

Það er margsannað að nudd, hitameðferðir, slökun og böð bæta jafnt líkamlegt sem og andlegt ástand. Þessar meðferðir ásamt fleirum eru í boði hjá Heilsustofnun. Til að fá sem mest út úr meðferðum er mjög gott að byrja á því að fara í heitan pott, gufu eða gera léttar æfingar í lauginni og öll þessi aðstaða er innifalin ef farið er í einhverja af meðferðum okkar. 

Starfsfólk Heilsustofnunar hefur sérhæft sig í vatnsmeðferðum og hjá okkur starfa löggiltir sjúkranuddarar og heilsunuddarar ásamt þaulvönu starfsfólki í sundlaug og leirböðum. Aðstaðan í baðhúsinu í Kjarnalundi er eins og best verður á kosið. 

Sjúkranudd
Sjúkranudd er meðhöndlun á mjúkvöðvum líkamans í lækningaskyni. Mjúkvöðvar eru vöðvar, sinar, liðbönd og himnur. Með því að minnka spennu í vöðvum eykst flutningur súrefnis og næringar til vefjanna. Sjúkranudd er hægt að fá sem partanudd eða heilnudd. 

Partanudd
Meðferð fyrir valda líkamshluta. Hentar mjög vel t.d. við vöðvabólgu í hálsi, herðum og baki.
Tíminn er 25 mínútur.  

Heilnudd
Meðferð fyrir allan líkamann. Spennulosandi og eykur blóðflæði til vöðvanna. Vinnur á vöðvabólgu og þreytu í líkamanum.
Tíminn er 50 mínútur. 

Leirbað
Djúpur hiti slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi. Leirbaðið hefur góð áhrif á psoriasis og önnur húðvandamál. Gestir sem haldnir eru hjarta- eða lungnasjúkdómum, hafa verið með æðahnúta eða farið í æðahnútaaðgerðir eða eru með nikkelofnæmi geta því miður ekki nýtt sér meðferð í leirbaði.
Tíminn er 15 mínútur í baðinu sjálfu og svo 20 mínútur í slökun eftir á. 

Nálastungur
Nálastungur eru áhrifamikil meðferð gegn stoðkerfisverkjum, mjóbaksverkjum, vöðvabólgu og verkjum eftir hálshnykk. 
Tíminn er 30 mínútur. 

Heilsubað
Slakandi bað þar sem hægt er að velja á milli mismunandi olía.

  • Kvefbað hefur góð áhrif á óþægindi í öndunarfærum
  • Kamillubað flýtir fyrir að sár grói og er mjög gott fyrir húðina
  • Slökunarbað hefur róandi áhrif og dregur úr streitu, ofþreytu og mígreni
  • Gigtarbað linar verki í stoðkerfi og eyðir þeim jafnvel alveg

        Baðið sjálft tekur 20 mínútur og svo eru 20 mínútur í slökun eftir á.

Dáleiðsla
Djúpslökun með dáleiðslutækni.
Tíminn er 60 mínútur. 

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?

VERÐSKRÁ MEÐFERÐA

Partanudd9.500 kr.

Heilnudd 13.500 kr.

Leirbað 9.000 kr.

Nálastungur 11.000 kr.

Heilsubað 6.000 kr.

Dáleiðsla 12.000 kr.

Tímapantanir í stakar meðferðir

Upplýsingar og tímapantanir í síma 483 0300 alla virka daga
frá kl. 8 til 16.
Vinsamlegast pantið með a.m.k. dags fyrirvara.