Andleg líðan
Fræðsluröð um andlega líðan
Þunglyndi
Í fyrirlestrinum er fjallað um staðreyndir um þunglyndi, rætt er um einkenni þunglyndis, hvers vegna við verðum þunglynd, þær meðferðarleiðir sem hafa gefist vel við þunglyndi og hvað við getum gert til að fyrirbyggja að við verðum þunglynd.
Kvíði
Í fyrirlestrinum er fjallað um kenningar um kvíða, rætt er um einkenni, hvers vegna okkur hættir til að verða kvíðin og þær meðferðarleiðir sem hafa gefist vel við kvíða.