Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Streitumeðferð

Meðferðin hentar einstaklingum sem eru að glíma við það mikla streitu að það er farið að hafa hamlandi áhrif á líf og störf einstaklinga. Streita er eitt hættulegasta mein nútíma þjóðfélags þar sem allir eru á fullu að sinna öllum sínum skyldum s.s. vinnu, fjölskyldu, vinum, hópum, heilsu og fjárhag. Því miður verður streitan stundum svo mikil að fólk verður útbrunnið og getur illa sinnt skyldum sínum. Þessi meðferð er fyrir þessa einstaklinga og alla aðra er telja að streitan sé farin að hafa hamlandi áhrif á líf þess.

Hvert er markmið meðferðarinnar?
Markmiðið er að einstaklingar verði færari um að takast á við streitu í amstri dagsins.

Þjálfun
Hreyfing er mikilvægur þáttur í því að vinna bug á streitu og er þjálfun einstaklingsmiðuð. Læknir setur upp áætlun fyrir hreyfingu og líkamlega þjálfun á meðan á dvöl stendur.

Önnur meðferð
Möguleiki er á einstaklingsviðtölum hjá sálfræðingi eða hjúkrunarfræðingi og lokuðum hópum á streitunámskeiði. Rík áhersla er lögð á að gestir byggi sig upp bæði andlega og líkamlega. Líkamsþjálfunin byggist á getu hvers og eins. Einnig er möguleiki á viðtölum hjá næringarráðgjafa eftir því sem ástæða þykir til, því oft ýtir steita undir óreglu í mataræði. Aðrar meðferðir eins og stuðningur til reykleysis, slökun, sjúkranudd, nálastungur og baðmeðferð eru einnig í boði.

Fræðsla
Á Heilsustofnun er í boði margþætt fræðsla fyrir gesti. Til meðferðar við streitu, þunglyndi, kvíða og svefntruflunum er boðið upp á fyrirlestra og hópmeðferð í framhaldi til úrlausnar verkefnanna. Eintaklingar eru auk þess hvattir til að mæta á aðra fyrirlestra og fræðslu s.s. streituþol, gjörhygli, hollt mataræði, gildi þjálfunar, heilbrigt líf - alltaf og forgangsröðun og skipulag. Í síðustu viku dvalar býðst svo aðstoð við að skipuleggja áframhaldandi heilsuáætlun til að viðhalda árangri dvalarinnar.

Hver er lengd meðferðar?
Lengd meðferðar er að öllu jöfnu fjórar vikur.

Hverjir koma að meðferð?
Á Heilsustofnun er starfandi þverfaglegt teymi sem í er læknir, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari, sjúkranuddari og íþróttakennari sem vinna í góðri samvinnu við gesti.

 

 

Læknisfræðilegar meðferðir

Við fáum reglulega reynslusögur frá gestum okkar og hér getur þú séð hvað þeir segja um dvöl sína á Heilsustofnun.

Skoða ummæli