Líf án streitu
Námskeiði er lokið - dagsetningar fyrir haustnámskeið eru í vinnslu
Námskeiðið Líf án streitu- lærðu að njóta lífsins - 7 daga heilsudvöl 11.-18. september 2016
Streita birtist í ýmsum myndum. Hún getur komið fram í líkamlegum einkennum, hugsun, hegðun og tilfinningalegum viðbrögðum.
Markmið streitunámskeiðsins er að læra að þekkja einkenni streitu, skoða hvað veldur, læra að hægja á og vera til staðar í augnablikinu.
Kenndar eru aðferðir til að þekkja sína streituvalda og einkenni og fá innsýn inn í leiðir til að auka streituþol. Með fjarlægð frá daglegu amstri gefst tækifæri til að skoða eigin líðan og aðstæður og kynnast ólíkum leiðum til að takast á við streitu með það að markmiði að öðlast jafnvægi og ró í daglegt líf. Á námskeiðinu er lögð áhersla á heildræna nálgun með hollu mataræði, fræðslu, slökun og hugleiðslu, hæfilegri hreyfingu og útivist í fallegu umhverfi.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja njóta lífsins betur, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn.
Innifalið á námskeiði og dagskrá:
- Gisting
- Ljúffengur og hollur matur
- Aðgangur að sundlaugum og baðhúsinu Kjarnalundi
- Aðgangur að líkamsrækt
- Jóga
- Núvitund (mindfulness) og hugleiðsla
- Fræðsla og hóptímar
- Skipulögð ganga
- Slökunartímar
- Leikfimi eða vatnsþrek
- Kvöldvaka
- Námskeiðsgögn og matreiðslubók
Verð 145.000 kr. á mann – 137.750 kr. á mann í tvíbýli.
Skráning á