Ritmennskunámskeið - að skrifa sig úr skugganum í ljósið
þessu námskeiði er frestað
5 daga námskeið frá sunnudegi til föstudags
Næsta námskeið er um páskana 2020, frá föstudegi til mánudags, 10.-13.apríl.
Námskeið frá miðvikudegi til sunnudags, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur leiðir þátttakendur í að losa sig frá erfiðum tilfinningum með skapandi skriflegri tjáningu.
Unnið verður með texta sem þátttakendur skrifa í dvölinni. Einnig verður unnið með texta eftir aðra höfunda. Ætlunin er að nálgast skapandi skriflega lýsingu á vanlíðan og depurð og reynt verður að skoða þessa líðan utanfrá með textann sem kíki.
Hópeflið og ritmennskuaðferðin eru notuð sem tæki til þess að stuðla að bættri líðan og skapa uppbyggjandi kraft hjá þátttakendum.
Fyrir fyrsta tíma hafa þátttakendur valið sér sér ljóð, dægurlagatexta, sem tengist sorg eða vanlíðan. Einnig mega þátttakendur hafa tilbúinn stuttan texta af þeim toga fyrir fyrsta tíma. Fyrri hluta námskeiðs er dvalið við skugga, en ferðinni er heitið í áttina að ljósi og léttleika og unnið verður með þess konar texta á síðustu stigum námskeiðsins.
Námskeiðið hefur mælst mjög vel fyrir og síðast komust færri að en vildu.
Steinunn á fimmtíu ára rithöfundarafmæli á þessu ári. Hún sendir frá sér ljóð og skáldsögur jöfunum höndum, og eru Hjartastaður, Jójó og Tímaþjófurinn meðal skáldsagnanna, en sú síðastnefnda lifnaði á sviði Þjóðleikhússins 2017, með Nínu Dögg Filippusdóttur í hlutverki Öldu Ívarsen. Þá samdi Steinunn metsölubókina ein á forsetavakt um Vigdísi Finnbogadóttur meðan hún var í embætti.
Nýjustu bækur hennar eru Heiða-fjalldalabóndinn og Að ljóði munt þú verða, sem kom út fyrir síðustu jól. Bók hennar um Heiðu er að koma út víða um heim, þar á meðal í Englandi nú í vor.
Steinunn lauk háskólaprófi í sálarfræði og heimspeki frá University College Dublin. Hún var lengi fréttamaður útvarps og hún hefur tekið sjónvarpsviðtöl við rithöfunda og listamenn, svo sem Halldór Laxness, Guðberg Bergsson og Björk Guðmundsóttur, þegar hún var að stíga fyrstu frægðarskrefin í London.
Steinunn býr nú í Strassbourg þar sem hún kennir skapandi skrif við háskólann.
Á námskeiðinu er innifalið: Gisting í þrjár nætur, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsinu Kjarnalundi og líkamsrækt, hóptímar, fræðsla og slökun.
Verð með gistingu frá föstudegi til mánudags er 59.000 kr. pr. einstakling.
Skráning