Námskeiði er lokið.

 

Dagsetningar fyrir næstu námskeið hjá Rósu Richter sálfræðingi og listmeðferðarfræðingi eru í vinnslu

Námskeiðið hentar þér: ef þú hefur endurtekið reynt að breyta óæskilegri hegðun eða mynstri en hefur svo dottið í sama farið aftur og aftur. Með hjálp listarinnar og EMDR meðferð munum við hefja mikilvæga úrvinnslu á því sem liggur á bak við vandann og byggja upp nýja von og framtíðarsýn.

EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) er viðurkennd sem hraðvirkasta leið til að vinna úr erfiðum atburðum eða upplifunum sem hafa sett mark sitt á líf okkar. Þú munt læra einfalda en mjög virka aðferð sem þú getur notað eftir námskeiðið til að fást við erfiðar tilfinningar. Rósa mun einnig kenna grunn í hugleiðslu og núvitund.

Hafa gaman, leika þér og sleppa tökunum. Það þarf ekki að vera leiðinlegt að vinna í sjálfum sér, og langt í frá. Á námskeiðinu verður sungið, dansað, leirað, málað, hlegið og sköpunarkraftinum gefinn laus taumur. Listin kallar fram allan tilfinningaskalann og endurvekur barnið og skapandann sem býr innra með okkur.

Einnig er innifalið: ljúffengur og hollur matur, gisting í tvær nætur, aðgangur að baðhúsi og sundlaugum.

Verð: 

Námskeið með gistingu 59.000 kr.

Námskeið án gistingar 45.000 (morgun- og hádegisverður innifalinn)

 

      

Vilt þú gerast hollvinur Heilsustofnunar?