Hvíld, slökun og heilsuefling
Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði geta gestir komið á eigin vegum í heilsudvöl. Í þeim tilvikum er ekki þörf á að læknir sendi inn beiðni. Gestir hringja þá sjálfir og panta í síma 483 0300 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gisting, hollur matur, aðgangur að baðhúsi og tækjasal er innifalið í dvöl.
Það er margsannað að forvarnir og heilsuefling eru nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar NLFÍ er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál.
Ýmisleg önnur þjónusta er á staðnum, til að mynda heilsubúð, snyrtistofa og hárgreiðslustofa.
Mikilvægar upplýsingar fyrir gesti
- Staðfesta þarf pöntun með greiðslukorti
- Það verður að afpanta dvöl með a.m.k. tveggja daga fyrirvara, að öðrum kosti þarf að greiða afbókunargjald sem samsvarar verðgildi einnar nætur.
- Heilsustofnun er reyklaus staður. Reykingar og áfengisneysla eru hvorki leyfðar inni né á lóðinni. Ef komið er á Heilsustofnun undir áhrifum áfengis þá er viðkomandi vísað í burtu.
Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá innlagnaritara í síma 483 0300, en hann er með símatíma alla virka daga frá kl. 10-12. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.