Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði
Kjarninn í hugmyndafræði Heilsustofnunar NLFÍ er að efla heilbrigði, auka vellíðan og styrkja einstaklinginn í að bera ábyrgð á eigin heilsu. Heilsustofnun, sem er í eigu Náttúrulækningafélag Íslands, var stofnuð 1955.
Upphaflega byggði lækninga-, og meðferðaform stofnunarinnar mikið á hefðum náttúrulækningastefnunnar. Síðustu áratugi hefur starfsemin á ýmsan hátt sveigt sig inn á braut hefðbundinna lækninga enda meirihluti starfsliðsins með hefðbundna menntun íslenskra heilbrigðisstétta.