Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í heilsudvöl án beiðni frá lækni. Ekki er um þjónustu í endurhæfingu að ræða.

 

Heilsudvöl  – Vikudvöl

Innifalið í verði er gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig er boðið upp á skipulagða göngu á virkum dögum.

 

 

Verð fyrir einn í einbýli 189.700 kr.
Verð fyrir tvo í tvíbýli 309.200 kr.
Verð fyrir tvo í íbúð 358.400 kr.

 

Til að bóka heilsudvöl er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 4830300

 

Snyrting og hárgreiðsla

Snyrtistofan Dís

Snyrtistofan býður upp á snyrti- og dekurmeðferðir í notalegu umhverfi hér á Heilsustofnun.

Snyrtistofan er opin fyrir dvalargesti en einnig fyrir utanaðkomandi.

Tímabókanir - á noona appinu eða í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - s. 483 0273

Opnunartími:

  • Mánudaga - lokað
  • Þriðjudaga - 9-18
  • Miðvikudaga - lokað
  • Fimmtudaga - 9-20
  • Föstudaga - 9-16
  • Laugardaga - 9-14

 

Hársnyrtistofan GNÁ

Á hársnyrtistofunni er boðið upp á hársnyrtingu bæði fyrir dömur og herra. Þar eru notaðar hársnyrtivörur frá Indola.

  • Opið er 2-3 daga í viku

Tímapantanir eru í síma 483 0274 eða 691 1036.

Í desember er boðið upp á heilsudvöl þar sem lögð er áhersla á slökun, heilsusamlegan mat og hæfilega hreyfingu.

Innifalið í verði er: Gisting, fullt fæði, aðgangur að líkamsrækt og baðhúsinu Kjarnalundi með inni- og útisundlaug, heitum pottum, nuddpotti, köldum potti, víxlböðum, infrarauðri saunu, útisaunu og vatnsgufubaði.

Úrval viðurkenndra vörumerkja

Í heilsubúð Heilsustofnunar finnur þú vörur til að dekra við líkama og sál. Einnig er í boði gott úrval af fatnaði í öllum stærðum, s.s. íþrótta- og sundfatnaður. Heilsubúðin leggur mikla áherslu á að bjóða upp á vörur sem notaðar eru af fagfólki Heilsustofnunar, m.a. frá, Gamla apotekinu og Purity Herbs.

Þessi vörumerki finnur þú í Heilsubúðinni; Fashy, Jako,Trofe, Friendly,  og Gamla apótekið auk margra annarra.
Úrval af garni og prjónum.

Auk þessara vara er boðið upp á valdar vörur sem framleiddar eru á Heilsustofnun, s.s. heilsute og uppskriftabækling.

Heilsubúðin er öllum opin og þar er lögð rík áhersla á að veita hlýlega og persónulega þjónustu.

Opnunartími verslunar er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:30-16:00.

Hvíld, slökun og heilsuefling

Á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði geta gestir komið á eigin vegum í heilsudvöl. Í þeim tilvikum er ekki þörf á að læknir sendi inn beiðni. Gestir hringja þá sjálfir og panta í síma 483 0300 eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Innifalið í verði er gisting, ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig er boðið upp á skipulagða göngu á virkum dögum.

Ýmis önnur þjónusta er á staðnum, t.a.m. heilsubúð, snyrtistofa og hárgreiðslustofa.

Heilsustofnun er reyklaus staður. Reykingar og áfengisneysla eru hvorki leyfðar inni né á lóðinni.

Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá innlagnaritara í síma 483 0300, en hann er með símatíma alla virka daga frá kl. 10-12. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér má finna verðlista

Heilsan þín er allra hagur - berum ábyrgð

ATHUGIÐ AÐ TAKMARKAÐUR AÐGANGUR ER FYRIR ALMENNING 

Það er margsannað að nudd, hitameðferðir, slökun og böð bæta jafnt líkamlegt sem og andlegt ástand. Þessar meðferðir ásamt fleirum eru í boði hjá Heilsustofnun. Til að fá sem mest út úr meðferðum er mjög gott að byrja á því að fara í heitan pott, gufu eða gera léttar æfingar í lauginni og öll þessi aðstaða er innifalin ef farið er í einhverja af meðferðum okkar. 

Starfsfólk Heilsustofnunar hefur sérhæft sig í vatnsmeðferðum og hjá okkur starfa löggiltir sjúkranuddarar og heilsunuddarar ásamt þaulvönu starfsfólki í sundlaug og leirböðum. Aðstaðan í baðhúsinu í Kjarnalundi er eins og best verður á kosið. 

Sjúkranudd
Sjúkranudd er meðhöndlun á mjúkvöðvum líkamans í lækningaskyni. Mjúkvöðvar eru vöðvar, sinar, liðbönd og himnur. Með því að minnka spennu í vöðvum eykst flutningur súrefnis og næringar til vefjanna. Sjúkranudd er hægt að fá sem partanudd eða heilnudd. 

Partanudd
Meðferð fyrir valda líkamshluta. Hentar mjög vel t.d. við vöðvabólgu í hálsi, herðum og baki.
Tíminn er 25 mínútur.  

Heilnudd
Meðferð fyrir allan líkamann. Spennulosandi og eykur blóðflæði til vöðvanna. Vinnur á vöðvabólgu og þreytu í líkamanum.
Tíminn er 50 mínútur. 

Leirbað
Djúpur hiti slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi. Leirbaðið hefur góð áhrif á psoriasis og önnur húðvandamál. Gestir sem haldnir eru hjarta- eða lungnasjúkdómum, hafa verið með æðahnúta eða farið í æðahnútaaðgerðir eða eru með nikkelofnæmi geta því miður ekki nýtt sér meðferð í leirbaði.
Tíminn er 15 mínútur í baðinu sjálfu og svo 20 mínútur í slökun eftir á. 

Nálastungur
Nálastungur eru áhrifamikil meðferð gegn stoðkerfisverkjum, mjóbaksverkjum, vöðvabólgu og verkjum eftir hálshnykk. 
Tíminn er 30 mínútur. 

Heilsubað
Slakandi bað þar sem hægt er að velja á milli mismunandi olía.

  • Kvefbað hefur góð áhrif á óþægindi í öndunarfærum
  • Kamillubað flýtir fyrir að sár grói og er mjög gott fyrir húðina
  • Slökunarbað hefur róandi áhrif og dregur úr streitu, ofþreytu og mígreni
  • Gigtarbað linar verki í stoðkerfi og eyðir þeim jafnvel alveg

        Baðið sjálft tekur 20 mínútur og svo eru 20 mínútur í slökun eftir á.

Dáleiðsla
Djúpslökun með dáleiðslutækni.
Tíminn er 60 mínútur. 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar