Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Matseðill vikunnar

6.  - 12. maí 2025

Sækja matseðil vikunnar

 

þriðjudagur 6. maí

Pönnusteiktir saltfiskhnakkar að baskneskum hætti með tómat capers og ólífum sítrónukartöflum og blönduðu grænmeti
– Sveppasúpa



miðvikudagur 7. maí

Gulrótarkotasælubuff með brúnni sósu svissuðum lauk og sveppum hvítlaukskartöflum og grænmeti
– Lauksúpa


fimmtudagur 8. maí

Grænmetispizza með hvítlaukssósu og hrásalati  
– Ítölsk hvítbaunasúpa


föstudagur 9. maí

Fiskbollur með lauksmjöri kartöflum og grænmeti
– Blómkálssúpa með truffluolíu


laugardagur 10. maí

Grænmetiskjötbollur „vegan“ í tómatbasilsósu með pastasalati og pönnusteiktu grænmeti
– Hýðisgrjónagrautur


sunnudagur 11. maí

Hnetusteik með villisveppasósu bökuðu rótargrænmeti og sætkartöflusalati 
– Rabbabaragrautur


mánudagur 12. maí

Grænmetishakkabuff með spældu eggi soðsósu kartöflum og grænmeti
 – Tómatsúpa


 

 

 

Matsalur Heilsustofnunar

 

Verð og opnunartími í matsalnum 

Morgunverður - 1.700 kr. 
Mán.-fös. kl. 07:30-09:30    
Um helgar kl. 09:00-10:00

Hádegisverður - 3.400 kr.
Alla daga  kl. 11:30-12:45  
 
Síðdegishressing - 1.350 kr.
Alla daga kl. 15:00-16:00  

Kvöldverður - 2.550 kr.
Alla daga kl. 17:45-19:00

Hollur matur - hluti af meðferð á Heilsustofnun

Athugið að nú er opið fyrir almenning frá kl.12:15 í hádeginu

Á Heilsustofnun er litið á matinn sem hluta af meðferð. Alla daga er boðið upp á fjölbreytt grænmetisfæði, auk fisks tvisvar í viku. Boðið er upp á heilsute sem blandað er úr villtum íslenskum lækningajurtum með hverri máltíð. Leitast er við að bjóða einungis upp á lífrænt, ferskt hráefni en sem minnst af unnum matvælum. 

Öllum gestum sem dvelja í lengri eða skemmri tíma á Heilsustofnun er boðið upp á fullt fæði. Fáir vita hins vegar að hægt er að koma við í matsalnum og kaupa sér staka máltíð. Hægt að kaupa matinn til að borða á staðnum eða taka með sér. Það er upplagt að nýta sér þetta þegar vinir eða ættingjar eru heimsóttir eða menn langar einfaldlega í góðan og hollan mat.

Í matsal Heilsustofnunnar er einnig hægt að kaupa heilsubrauð, heilsute, fiskibollur og uppskriftabók Heilsustofnunnar.

Heilsufæði á Heilsustofnun

Boðið er upp á hágæða heilsufæði á Heilsustofnun. Sérstök áhersla er lögð á fæðu úr jurtaríkinu eins og til dæmis grænmeti, baunir, linsur,  heilkorn, og ávexti. Leitast við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri eins og mögulegt er. Fæðið inniheldur einnig fisk, egg og mjólkurvörur. Kjöt er ekki á matseðlinum en boðið er upp á fiskrétt tvisvar í viku. Auk þess er lýsi í boði og gott aðgengi að drykkjarvatni.

Það er stefna Heilsustofnunar að hafa sem minnst af unnum matvælum. Við veljum okkar hráefni mjög vandlega og allur matur er eldaður frá grunni á staðnum. Hluti af grænmetinu og öðrum matjurtum sem boðið er upp á er lífrænt ræktað í eigin gróðurhúsum. Gróðurhúsin og allt landsvæði Heilsustofnunar er yfirlýst svæði án erfðabreyttra lífvera. Brauð er bakað á staðnum úr heilhveiti og byggmjöli.

Áhersla er lögð á fjölbreytni í fæðuvali og litið er á matinn sem hluta af fræðslu og meðferð gestanna. Hægt er að fá ráðgjöf næringarfræðings á meðan dvöl stendur. Boðið upp á orkubætt fæði og næringardrykki fyir þá gesti sem á því þurfa að halda. Þeir sem þurfa á sérfæði að halda fá ráðgjöf hjá næringarfræðingi.

Sérstaða Heilsustofnunnar 

  • Boðið er upp á heilsufæði alla daga. Litið er á matinn sem þátt í fræðslu og meðferð.
  • Það er stefna Heilsustofnunnar að matur sé matreiddur frá grunni á staðnum og áhersla er lögð á að velja hráefni vandlega út frá ferskleika, gæðum og sem mest án aukaefna.
  • Sérstök áhersla er lögð á grófmeti úr jurtaríkinu, til dæmis baunir, hýðishrísgrjón, ýmis konar heilt korn, grófmalað mjöl ásamt grænmeti og ávöxtum.
  • Alla daga er í boði sykurlaust meðlæti í tetíma.
  • Grænmeti, kryddjurtir og annað sem ræktað er á staðnum er lífrænt ræktað. Við innkaup á matvælum er lögð áhersla á að velja íslenska framleiðslu.
  • Kjöt er ekki á matseðli.
  • Boðið er upp á te í úrvali m.a. te hússins sem er gert úr íslenskum jurtum, sem tíndar eru af starfsmönnum stofnunarinnar í íslenskri náttúru. Eingöngu er boðið upp á kaffi á morgnana.

Hollar uppskriftir

Á Heilsustofnun er hægt að kaupa 31. blaðsíðna uppskriftabækling með öllum þeim ljúffengu réttum sem eru á boðstólnum í matsalnum alla daga. Hér eru nokkur dæmi um hollar og góðar uppskriftir sem gaman að spreyta sig á heimavið:

Cous cous salat með blómkáli og furuhnetum (fyrir 4-6)
2 dl. heilhveiti cous-cous sett í skál með 2 dl. af sjóðandi grænmetissoði
Plastfilma sett yfir og látið standa í 10 mínútur
400 gr. fínt blómkál, saxað
50gr.rúsínur saxaðar
1-2 hvítlauksgeirar saxaðir
3 msk kóríander saxað
1/4 dl ólífuolía
Aðferð: Öllu blandað saman og smakkað til með salti og svörtum pipar

Hummus
400 g soðnar kjúklingabaunir
2 hvítlauksrif
2 msk ólífuolía
2 msk vatn (eða meira eftir þörfum)
2 msk tahini
2 msk. Ólífuolía
½ tsk cayennepipar
salt og svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel saman.

Heilsubrauð
1 kg heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1-2 tsk salt
1 bolli fræ (t.d. sólblóma- og sesamfræ)
800 ml vatn
Aðferð: Hrærið saman í u.þ.b. 2 mín. Sett í 2 smurð sandkökuform og lokað með álpappír. Bakað í 20 mín. við 220 °C. Lækkið hitann í 150 °C og bætið 20 mínútum við. Takið álpappírinn af og bakið í 20 mínútur til viðbótar við 150°C, alls 1 klst.

Jarðaberjasulta
150 gr. frosin jarðaber
100 gr. döðlur
Aðferð: Allt hitað saman í potti, maukað og kælt.

Nýrnabaunatortilla með salsa og guacamole (fyrir 6)
4 heilhveititortillur
300 g soðnar nýrnabaunir
1 laukur saxaður
4 hvítlauksgeirar saxaðir
1 tsk kanell
100 g gulrætur, skornar í teninga
100 g sellerírót, skorin í teninga
1 dós maukaðir tómatar
1/2 bolli rifinn ostur, 17 %
Aðferð: Brúnið grænmetið ásamt kanel og bætið tómötum og nýrnabaunum útí. Sjóðið rólega í uþb. 10 mínútur. Setjið fyllinguna í kökurnar ásamt osti og rúllið upp. Bakið í ofni við 200°C í 10 mínútur. Berið fram með guacamole, salsa, hýðishrísgrjónum og góðu salati.

Salsa (fyrir 4)
2 stórir tómatar (4 litlir), fínt saxaðir
1 paprika, fínt söxuð
2 vorlaukar, fínt saxaðir
1 lítill grænn chilipipar, saxaður
safi úr einu lime
salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk.
Aðferð: Blandið öllu saman í skál.

Guacamole (fyrir 4)
1 þroskað avokado, skrælt og steinninn fjarlægður
1 tómatur, skorinn í litla bita
3 vorlaukar, fínt saxaðir
1 msk safi úr lime
salt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Setjið avokado í skál og stappið með gaffli. Bætið öllu út í og hrærið vel saman. Einnig má bæta út í 2 dl af léttri AB mjólk sem er búið að sigta yfir.

Gúrku og myntusósa
1/2 ltr. létt AB mjólk
1/2 gúrka, rifin
1 tsk. cumminduft
1 tsk. korianderduft
1 bréf mynta, fínt söxuð
salt og pipar eftir smekk

Graskerssúpa (fyrir 6)
2 msk. Grænmetisolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
700 g af skrældu graskeri, skorið í ca. 3 cm bita
500 g skrældar kartöflur í sneiðum
600 ml grænmetissoð eða vatn
400 ml kókosmjólk (1 dós)
1 tsk cumminfræ
2 tsk safi úr lime
sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Brúnið lauk, hvítlauk og cumminfræ í olíunni við meðalháan hita í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gullbrúnn. Bætið út í graskeri, kartöflum, soði og kókosmjólk. Sjóðið við vægan hita í um það bil 20 mínútur eða þar til grænmetið er meyrt. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið út í limesafa og kryddið til. Borið fram með grófu brauði og fersku salati.

 

 

 

Lífræn ræktun

Á Heilsustofnun hefur verið lífræn ræktun í nær hálfa öld. Öll ræktun sem fram fer á Heilsustofnun er lífræn og með vottun frá Vottunarstofunni Túni. Garðyrkjustöðin hefur verið lífræn frá upphafi. Fljótlega eftir að Heilsustofnun tók til starfa árið 1955 var byrjað að byggja upp stöðina. Hún er því ein elsta lífræna garðyrkjustöð landsins. 

Í garðyrkjustöðinni eru ræktaðar ýmsar tegundir grænmetis. Alls eru ræktaðar þrettán megintegundir, auk sex tegunda af salati og níu af kryddi. Auk þess eru öll sumarblóm sem plantað er í garð Heilsustofnunar ræktuð á staðnum. Grænmetið fer í matargerð fyrir gesti stofnunarinnar en einnig fer stór hluti ræktunarinnar í almenna sölu í verslanir um allt land.

Í lífrænni ræktun er óheimilt að nota tilbúinn áburð auk þess sem bannað er að nota eiturefni til varnar illgresi, skaðlegum sveppum og skordýrum. Til að halda vottuninni er starfsemin tekin út árlega af vottunarstofunni Túni sem vinnur samkvæmt Evrópustöðlum. Auk þess sem garðyrkjustöðin er með lífræna vottun þá var, 1. febrúar 2006, allt landssvæði Heilsustofnunar yfirlýst sem svæði án efðabreyttra matvæla.

 

Myndir frá ræktuninni hjá Heilsustofnun

_HAG9563
_HAG9574
_HAG9605
_HAG9633
_HAG9698
_HAG9727

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar