Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Hvernig ber ég mig að?

Sækist þú eftir læknisfræðilegri endurhæfingu? 

Þú verður að hafa samband við þinn heimilislækni eða sérfræðing sem sendir inn umsókn til Heilsustofnunar.

Meðferð í læknisfræðilegri endurhæfingu er að lágmarki 4 vikur. 

Þegar umsókn hefur borist þarf að velja gistingu og er hægt að hafa samband við innlagnaritara í síma 483 0300 á milli kl. 10:00-12:00 alla virka daga.

Einnig er hægt að fylla út rafræna ósk um gistingu hér: Gisting - val á herbergi

 

Sækist þú eftir almennri heilsudvöl?  Nánari upplýsingar má finna hér

 


 

Kort af Heilsustofnun

Heilsustofnun NLFÍ býður upp á tvenns konar dvalarmöguleika: 

I. Læknisfræðileg endurhæfing, en þá er meðferð greidd að stórum hluta af íslenska ríkinu.

Í því tilfelli er skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl. Læknir getur farið inn á www.hnlfi.is og valið “fyrir fagfólk/beiðnir” og útfyllt beiðni. Beiðnin sendist í fax 483 0320 
eða póstfang HNLFÍ b/t Innlagnaritari, Grænumörk 10, 810 Hveragerði. 

Allir sem sækja um fá sent svarbréf þar sem kemur fram tilboð um dvöl og dvalartíma. Hægt er að velja á milli einbýli eða tvíbýli, en dvalargjaldið fer eftir gistiaðstöðunni. Með svarbréfi fá sjúklingar sent eyðublað þar sem þeir þurfa að merkja við ýmsar séróskir sínar, þ.m.t. um herbergi.

Kynning á meðferðum og á titilsíðu undir fyrirsögninni "Læknisfræðileg endurhæfing".

II. Hvíld, slökun og heilsuefling, en þá koma dvalargestir á eigin vegum og bera allan kostnað  sjálfir.

Þá er ekki þörf á að læknir sendi inn beiðni. Í þessu tilfelli hringir gesturinn í innlagnaritara í síma 483 0300 og sækir um dvöl eða sendir bréf á veffang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Símatími innlagnafulltrúa er alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 í síma 4830300

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á veffang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Gefðu gjafabréf

Gjafabréf á Heilsustofnun er tilvalin gjöf til þeirra sem koma til hefðbundinnar dvalar, en einnig sem tækifærisgjöf við hin ýmsu tilefni. Hægt er að panta gjafabréfin hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 483-0300. Gjafabréf með upphæð að eigin vali - hentar t.d. fyrir þá sem koma til lengri dvalar. 

Hér getur þú fyllt inn í formið og útbúið gjafabréf

Vinsamlegast fyllið í alla reitina svo upplýsingar verði sem réttastar.

{uniform form=5/}

Ágrip af sögu Heilsustofnunar NLFÍ

Heilsustofnun NLFÍ tók til starfa í júlí árið 1955. Jónas Kristjánsson læknir, sem var einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, hafði forystu um undirbúning og uppbyggingu Heilsuhælis NLFÍ, eins og stofnunin hét þá. Fljótlega eftir opnun 1955 var hægt að taka á móti 40 gestum, en starfsemi stofnunarinnar hefur aukist og húsakostur stækkað hægt og bítandi og nú koma meira en 2000 manns árlega til dvalar á Heilsustofnun. Heilsustofnun er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands.

Náttúrulækningastefna HNLFÍ
Náttúrulækningastefna Heilsustofnunar NLFÍ er byggð á heildrænum lækningum. Heilsuvandi einstaklinganna er skoðaður með það í huga að líta þurfi á andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand í samhengi. Meðferðarstefnan felur m.a. í sér þá viðleitni að koma á og viðhalda eðlilegum og heilbrigðum tengslum á milli einstaklingsins og umhverfis hans og efla varnir líkama og sálar gegn hverskonar vanheilsu og sjúkdómum.

Meginhlutverk Heilsustofnunar er að stuðla að heilsuvernd, endurhæfingu og fræðslu. 
Gestir þurfa að hafa fótavist og geta bjargað sér að mestu leyti sjálfir við daglegar athafnir. Við meðferð er lögð áhersla á markvissa hreyfingu, hollt mataræði, slökun og hvíld. Fræðsla og fagleg ráðgjöf er stór þáttur í starfinu og þar er lögð mest áhersla á heilsuvernd og bætta lífshætti. Náttúrulækningastefna Heilsustofnunar NLFÍ er í fullu samræmi við markmið Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar um bætt heilbrigði og heilsufarsþróun í heiminum og fellur hún vel að íslenskri heilbrigðisstefnu.

Stefna
Stefna Náttúrulækningafélags Íslands hefur ávallt verið sú að auka og efla þátt hugtakanna heilbrigði og heilsuvernd í umræðu og verkum, og víkja frá hinni einlitu sjúkdómaumræðu. Það eflir heilbrigði og þroska að fara eftir stefnunni, m.a. með fræðslu, neyslu holls fæðis, líkamsþjálfun, slökun og hvíld. Tilgangur og takmark náttúrulækningastefnunnar er því annars vegar heilsuvernd og hinsvegar heilsubót. Þessi markmið eru enn í fullu gildi. Heilsustofnun NLFÍ forðast kennisetningar sem ekki standast vísindalega gagnrýni. Hófsemi í líferni og skilningur á heildstæðum lausnum læknisfræðinnar, heilbrigt líferni í víðum skilningi, verður meginhlutverk félagsins í nútíð og framtíð, auk umhverfisverndar.

Heilsustofnun í Hveragerði

Heilsustofnun NLFÍ er í Hveragerði, sem er lifandi og blómlegur bær, rétt austur af Reykjavík. Aksturinn frá Reykjavík að þessum friðsæla og fallega stað tekur aðeins um það bil 30 mínútur eftir þjóðvegi 1. 

Það sem gerir Hveragerði sérstakan bæ er nábýli hans við jarðhitann, því bærinn er byggður á hverasvæði og af því dregur hann nafn. Fáir bæir í heiminum geta státað af virku jarðhitasvæði í hjarta bæjarins, vellandi hverum, hvæsandi gufuaugum og á sumrin iðandi blómahafi.

Vegna jarðhitans hefur garðyrkja frá fyrstu tíð verið einn aðalatvinnuvegur Hvergerðinga, enda Hveragerði oft kallað blómabærinn. Ferðamenn hafa auk blóma og trjáplantna getað keypt nýtt og ferskt grænmeti á góðu verði. Á síðari árum hafa margir dvalið í Hveragerði sér til hvíldar og heilsubótar í lengri eða skemmri tíma. Bærinn er vel staðsettur, fjarri ys og þys höfuðborgarsvæðisins, en þó rétt innan seilingar.

Kort af Heilsustofnun

Kort af Heilsustofnun

 

Annað

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023