Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsustofnun hefur lengi haldið fram skaðsemi viðbætta sykursins. Alltaf eru að koma fram betri sannanir fyrir skaðsemi sykursins. Er nú svo komið að stór hluti þeirra matvara sem við neytum er uppfullur af sykri. 

Nýlega kom út bókin „Fat change“ eftir prófessor Robert Lustig en hann heldur því fram að sykur hinn mesti skaðvaldur í fæði okkar. Hann gengur mjög hart fram um ógnina sem okkur stafar af mikilli sykurneyslu. Bók hans fjallar um hinn falda sannleik um sykur, offitu og lífsstílssjúkdóma.

Hér má nálgast umfjöllum um þessa bók:
http://ruv.is/heilbrigdismal/sykur-jafn-mikil-heilbrigdisogn-og-tobak

Hægt er að kynna sér frekar störf og fræði Roberts Lustig hér:
https://www.youtube.com/watch?v=dBnniua6-oM

Í þessu samhengi er líka vert að benda á heimildarmyndin Fed Up! sem kom út nýlega of fjallar um sama málefni og Robert Lusting er að benda á. En þessi mynd ætti að vera skylduáhorf fyrir öll okkar sem lifum í sykursætum og heilsuspillandi heimi.
http://fedupmovie.com/#/page/home

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar