Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Félagið hefur frá stofnun unnið að fræðslu um manneldismál og heilbrigðismál.

Frá árinu 1955 hefur félagið starfrækt Heilsustofnun í Hveragerði.

Stofnun heilsuhælis var frá upphafi aðaláhugamál náttúrulækningamanna. Heilsuhælissjóður var stofnaður 19. mars 1944. Félagið keypti jörðina Gröf í Hrunamannahreppi fyrir væntanlegt heilsuhæli 20. nóvember 1946 og seldi þá um leið eignir sínar í Laugarási. Gröf var síðan seld þegar ákveðið var að reisa heilsuhæli í Hveragerði en það tók til starfa 24. júlí 1955.

Náttúrulækningafélag Íslands starfaði sem sjálfstætt félag fram til 15. nóvember 1949 en þá var á framhaldsaðalfundi félagsins ákveðið að breyta nafninu í Náttúrulækningafélag Reykjavíkur. Samhliða varð Náttúrulækningafélag Íslands að bandalagsfélagi milli náttúrulækningafélaga í landinu en samtökin halda landsþing sitt á tveggja ára fresti. Nú í dag eru starfandi Náttúrulækningafélag Reykjavíkur og Náttúrulækningafélag Akureyrar.

Hér má nálgast heimasíðu NLFÍ.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar