Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Gigtarendurhæfing

Endurhæfingin hentar einstaklingum með gigtarsjúkdóm sem lifa við skerta færni í daglegum athöfnum, hindranir á þátttöku í samfélaginu og/eða áhrif á lífsgæði. Endurhæfingin byggir á gagnreyndum aðferðum í formi einstaklingsmiðaðrar nálgunar. Í henni felst fjölbreytt hreyfing, ýmsar útgáfur af slökun og hugleiðslu sem og fræðsla um hollar neysluvenjur og heilbrigðan lífsstíl.

Hvert er markmið meðferðarinnar?
Markmið endurhæfingarinnar er að bæta líkamlega, andlega og félagslega færni. Þannig er hægt að auka hæfni til að lifa sem eðlilegustu lífi og auka lífsgæði.

Þjálfun 
Líkamsþjálfun er mikilvægur hluti gigtarendurhæfingar. Þjálfun er sniðin að þörfum hvers og eins, að mestu í hóptímum en getur verið á einstaklingsgrunni. Flestir stunda leikfimi í vatni og á þurru, fara í skipulagðar gönguferðir og taka þátt í hóptímum sem stuðla að bættri líkamsvitund og beitingu.

Slökun/hugleiðsla
Á Heilsustofnun eru ýmsar leiðir notaðar til að framkalla slökunaráhrif og að ná stjórn á eigin viðbrögðum við álagi. Fólk getur lært og tekið þátt í núvitund (e. mindfulness), tekið þátt í hóptímum í stýrðri slökun og/eða nýtt stýrða slökun gegnum hátalarkerfi á herbergjum. Einnig eru ýmis form hugleiðslu og/eða slökunar notuð í hreyfitímum.

Fræðsla
Á Heilsustofnun er lögð áhersla á margþætta fræðslu. Þar á meðal er fræðsla um eðli sjúkdóma og þætti sem geta bætt líðan og aukið færni. Í gigtarendurhæfingu er sérstök áhersla lögð á fyrirlestra um færni og heilsu, fræðslu um hollt mataræði, markmiðasetningu, slökun og núvitund.

        Önnur meðferð
        Einstaklingsmeðferð er metin hverju sinni út frá þeim skerðingum og hindrunum sem til staðar eru. Það getur verið meðferð vegna verkja, stirðleika, truflunar á vöðva og/eða          taugakerfi og/eða truflunar á næringarinntöku. Einnig getur meðferð falist í stuðningi vegna andlegra og/eða félagslegra þátta.  

Hver er lengd meðferðar?
Lengd meðferðar er að öllu jöfnu fjórar vikur.  

Hverjir koma að meðferð?
Á Heilsustofnun er starfandi þverfaglegt teymi sem í eru: hjúkrunarfræðingur, íþróttafræðingur, læknir, sálfræðingur, sjúkraliði og sjúkraþjálfarar. Teymið starfar af heilindum að bættri heilsu einstaklinga í góðri samvinnu og í samræmi við þarfir gesta. Aðrir fagaðilar geta einnig komið að meðferð.

 

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023