Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Öldrunarendurhæfing 

Meðferð í öldrunarendurhæfingu er fyrir eldri einstaklinga sem hafa andlegt og líkamlegt þrek til að taka þátt í virkri meðferð í hóp.

Í hverju felst meðferðin?
Í upphafi dvalar eru framkvæmd líkamsfærnipróf, gert mat á byltuhættu og metin þörf fyrir sértæka meðferð. Meðferðaskrá er sett upp í samráði við dvalargest og miðuð við getu hvers og eins. Líkamsþjálfun getur falist í jafnvægisleikfimi, vatnsleikfimi, göngu og styrktarþjálfun. Teymið metur þörf á sértækri meðferð sem getur t.d. verið viðtalsmeðferð, næringarráðgjöf, sjúkranudd, sjúkraþjálfun, nálastungur, vaxmeðferð, vatnsmeðferð eða hitameðferð. Öll meðferð er alltaf undir eftirliti fagfólks.
Hér má lesa pistil Þorkels Guðbrandssonar dr.med um endurhæfingu aldraðra

Hvert er markmið meðferðarinnar?
Markmið meðferðarinnar er að auka líkamlega, andlega og félagslega færni dvalargesta. Með því eykst sjálfsbjargargeta sem og lífsgæði. Í lok dvalar finnum við leiðir fyrir dvalargesti til að viðhalda árangri eftir útskrift.

Hvernig er fræðslu háttað?
Fjölbreytt fræðsla er í boði á Heilsustofnun, m.a. um mikilvægi þjálfunar, varnir gegn byltum, minnisþjálfun, beinþynningu, svefn, kvíða, þunglyndi og mataræði.
Umræðufundir og einstaklingsviðtöl eru hluti af þjónustu öldrunarendurhæfingar.

Hversu löng er meðferðin?
Meðaldvalartími er 4 vikur.

Hverjir koma að meðferð?
Haldið er utan um meðferðina af teymi fagfólks sem samanstendur af lækni, hjúkrunarfræðingi, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, íþróttafræðingi og sjúkranuddara.

 

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar