Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Úrval viðurkenndra vörumerkja

Í heilsubúð Heilsustofnunar finnur þú vörur til að dekra við líkama og sál. Einnig er í boði gott úrval af fatnaði í öllum stærðum, s.s. íþrótta- og sundfatnaður. Heilsubúðin leggur mikla áherslu á að bjóða upp á vörur sem notaðar eru af fagfólki Heilsustofnunar, m.a. frá, Gamla apotekinu og Purity Herbs.

Þessi vörumerki finnur þú í Heilsubúðinni; Fashy, Jako,Trofe, Friendly,  og Gamla apótekið auk margra annarra.
Úrval af garni og prjónum.

Auk þessara vara er boðið upp á valdar vörur sem framleiddar eru á Heilsustofnun, s.s. heilsute og uppskriftabækling.

Heilsubúðin er öllum opin og þar er lögð rík áhersla á að veita hlýlega og persónulega þjónustu.

Opnunartími verslunar er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 11:30-16:00.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023