Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Heilsusamlegt mataræði

Í fyrirlestrinum um Heilsusamlegt mataræði er fjallað um mat, máltíðir og innkaup sem stuðla að bættri líðan og betri heilsu. Einnig er rætt um ýmsar staðhæfingar og rangfærslur um mat og fæðubótarefni sem birtast almenningi reglulega.

Farið verður yfir mikilvægi heilsusamlegs mataræðis í nútímasamfélagi og settar fram einfaldar næringarreglur sem ber að reyna að fylgja flesta daga ársins.

Þessum spurningum verður svarað:

  • Hvernig hefur nútíma mataræði Íslendinga áhrif á heilsufar?
  • Hvernig má varast viðbættan sykur í matvælum?
  • Hvað er heilsusamlegt mataræði?
  • Má nota mat sem lyf?

Þetta er opinn fyrirlestur sem allir gestir Heilsustofnunar geta sótt. 

Fyrirlesari er Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur M.Sc.

Dagskrá
Þriðja hvern þriðjudag kl.13:00-13:30 í Kapellu á Heilsustofnun.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar