Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Hollur matur - hluti af meðferð á Heilsustofnun

Athugið að nú er opið fyrir almenning frá kl.12:15 í hádeginu

Á Heilsustofnun er litið á matinn sem hluta af meðferð. Alla daga er boðið upp á fjölbreytt grænmetisfæði, auk fisks tvisvar í viku. Boðið er upp á heilsute sem blandað er úr villtum íslenskum lækningajurtum með hverri máltíð. Leitast er við að bjóða einungis upp á lífrænt, ferskt hráefni en sem minnst af unnum matvælum. 

Öllum gestum sem dvelja í lengri eða skemmri tíma á Heilsustofnun er boðið upp á fullt fæði. Fáir vita hins vegar að hægt er að koma við í matsalnum og kaupa sér staka máltíð. Hægt að kaupa matinn til að borða á staðnum eða taka með sér. Það er upplagt að nýta sér þetta þegar vinir eða ættingjar eru heimsóttir eða menn langar einfaldlega í góðan og hollan mat.

Í matsal Heilsustofnunnar er einnig hægt að kaupa heilsubrauð, heilsute, fiskibollur og uppskriftabók Heilsustofnunnar.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar