Hvernig er sótt um dvöl á Heilsustofnun
Heilsustofnun NLFÍ býður upp á tvenns konar dvalarmöguleika:
I. Læknisfræðileg endurhæfing, en þá er meðferð greidd að stórum hluta af íslenska ríkinu.
Í því tilfelli er skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl. Læknir getur farið inn á www.hnlfi.is og valið “fyrir fagfólk/beiðnir” og útfyllt beiðni. Beiðnin sendist í fax 483 0320
eða póstfang HNLFÍ b/t Innlagnaritari, Grænumörk 10, 810 Hveragerði.
Allir sem sækja um fá sent svarbréf þar sem kemur fram tilboð um dvöl og dvalartíma. Hægt er að velja á milli einbýli eða tvíbýli, en dvalargjaldið fer eftir gistiaðstöðunni. Með svarbréfi fá sjúklingar sent eyðublað þar sem þeir þurfa að merkja við ýmsar séróskir sínar, þ.m.t. um herbergi.
Kynning á meðferðum og á titilsíðu undir fyrirsögninni "Læknisfræðileg endurhæfing".
II. Hvíld, slökun og heilsuefling, en þá koma dvalargestir á eigin vegum og bera allan kostnað sjálfir.
Þá er ekki þörf á að læknir sendi inn beiðni. Í þessu tilfelli hringir gesturinn í innlagnaritara í síma 483 0300 og sækir um dvöl eða sendir bréf á veffang
Símatími innlagnafulltrúa er alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 í síma 4830300
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á veffang