Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Húmor (skopskyn)

Bráðskemmtilegur fyrirlestur um hvernig bæta má heilsuna og auka lífsgæðin með hjálp húmors. Á fyrirlestrinum eru ýmis sýnishorn af húmor, mismunandi tegundir og mörg spaugileg dæmi um hvernig nota ber húmor í daglega lífinu.

Nánari lýsing
Húmorinn hjálpar okkur til að þola raunveruleikann, slaka á og takast á við sjúkdóma og vonbrigði. Í heilbrigðiskerfinu minnkar hann streituna, sem er afleiðing valdamisræmis á milli sjúklinga og meðferðaraðila, og getur bætt sambandið þeirra.

Með húmor getum við skoðað það, sem er erfitt án þess að taka hlutina of alvarlega og hæfileikinn til að brosa eða hlæja minnkar kvíða. Dæmi: Frænka mín var svo slæm af verkjum að hún gat ekki lyft handleggjunum yfir höfuðið. Þetta var eins með fæturna.

Við getum notað húmor til að umgangast okkur sjálf og aðra á opinn og jákvæðan hátt og til að æfa það að sjá ekki í öðrum manneskjum bara sjúkdóm, einkenni eða vandamál. Maður getur kannski sagt að húmor sem afstaða byrjar þar sem aðstæðurnar hætta að vera skemmtilegar.

Leiðbeinandi er Norbert Ægir Muller hjúkrunarfræðingur og húmoristi.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar