Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Aðrir fræðslufyrirlestrar

Beinþynning: Í fyrirlestrinum verður svarað spurningunni hvað er beinþynning? Fjallað um áhættuþætti beinþynningar og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Gott minni gulli betra: Fyrirlesturinn fjallar um skilgreiningu á minni, minnisstöðvar, mismunandi minni og mikilvægi minnisþjálfunar. Upphaf skipulagðar minnisþjálfunar og ekki síst nokkur góð ráð til að skerpa minnið.

Hjartasjúkdómar; áhættuþættir/ lífshættir: Um helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og hvaða áhrif lífshættir okkar geta haft á þessa kvilla, bæði til góðs og ills.

Matur og þyngd: Fjallað er um leiðir til að vinna gegna offitu og ofþyngd með mataræðinu. Farið í ástæður þyngdaraukningar og það hvernig nútíma lifnaðarhættir eru sífellt að þyngja okkur.

Sterkir fætur forða falli: Þriðjungur fólks nálægt sjötugu hrasar árlega, oftast í heimahúsum. Fjallað er um slysavarnir og forvarnir gegn slysum með eldra fólk í huga, sérstök áhersla lögð á byltuvarnir. Farið er skipulega í gegnum heimilið og nánasta umhverfi.

Vatnsmeðferð á Heilsustofnun. Fræðsla um hvernig nýta má vatn, heitt eða kalt, sem verkjastillandi meðferðarform, bæði inni á Heilsustofnun og þegar heim er komið.

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar