Heilsudvöl í Hveragerði

Forvarnir og heilsuefling er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Í starfi Heilsustofnunar er lögð áhersla á að gestir nái sem bestri líðan bæði á líkama og sál. Heilsudvöl er í boði fyrir alla sem vilja bera ábyrgð á eigin heilsu.

Má bjóða þér í heilsudvöl?

Læknisfræðileg endurhæfing

Sérhæfð læknisfræðileg endurhæfing sem byggir á því að meðhöndla sjúkdóma og slys heildrænt. Hér fara saman félagslegar, læknisfræðilegar og sálfræðilegar úrlausnir sem miða að því að ná sem mestri mögulegri færni og lífsgæðum.

Skoða nánar

Páskadvöl – njótum lífsins

Gildir frá 29. mars - 12. apríl 2015

Heilsustofnun býður sérstakt tilboð á styttri dvöl fyrir þá sem vilja hvílast og njóta lífsins í fallegu umhverfi nú um páskana.

Innifalið í verði: Gisting, fullt fæði, aðgangur að líkamsræktarsal og baðhúsinu Kjarnalundi með inni- og útisundlaug, heitum pottum, nuddpotti, víxlböðum, sauna og vatnsgufubaði.

Fjölbreytt dagskrá er innifalin yfir páskana: Vatnsleikfimi – Ganga – Slökun – Qi Gong – Leikfimi – Jóga o.fl.

  Verð 1 í herbergi 2 í herbergi
  Einn dagur 18.000 kr. 31.000 kr.
  Þrír dagar 46.000 kr. 79.000 kr.
  Fimm dagar 70.000 kr. 110.000 kr.

 

Bókanir og nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 483 0300.

Dagskrá

Opin dagskrá fyrir dvalargesti Heilsustofnunar yfir páskana

Miðvikudagur 1. apríl
20:00    Kynning á Qi-Gong í Kapellu

Fimmtudagur 2. apríl - skírdagur

08:10    Vatnsleikfimi, létt
08:50    Vatnsleikfimi, kröftug
10:00    Ganga 2
11:00    Ganga 3
13:00    Háls og herðar
17:30    Qi-Gong
20:00    Kvöldvaka

Föstudagur 3. apríl – föstudagurinn langi
08:10   Vatnsleikfimi, létt
08:50   Vatnsleikfimi, kröftug
10:00   Ganga 2
11:00   Ganga 3
13:15   Leikfimi/stólaleikfimi
17:30   Qi-Gong

Laugardagur 4. apríl
10:00 - 11:30  Morgunjóga með Unni Arndísar. Mjúkt jóga með öndun, slökun og hugleiðslu
17:30   Qi-Gong

Sunnudagur 5. apríl
10:00 – 11:30   Morgunjóga með Unni Arndísar. Mjúkt jóga með öndun, slökun og hugleiðslu

Mánudagur 6. apríl – Annar í páskum
08:10   Vatnsleikfimi, létt
08:50   Vatnsleikfimi, kröftug
10:00   Ganga 2
11:00   Ganga 3
13:00   Leikfimi, kröftug
13:45   Háls og herðar

Hvernig ber ég mig að?

  • Læknisfræðileg endurhæfing

    Öll íhlutun sem miðar að því að draga úr skerðingu, fötlun og örorku af völdum sjúkdóma og slysa fellur undir læknisfræðilega endurhæfingu.

    Skoða nánar

  • Almenn heilsudvöl

    Á Heilsustofnun geta gestir komið á eigin vegum í sannkallaða heilsudvöl.

    Skoða nánar

  • Námskeið og fræðsla

    Á Heilsustofnun eru fjölmörg námskeið í boði fyrir gesti og almenning er varða endurhæfingu, heilbrigt líferni og aukin lífsgæði.

    Skoða nánar

stofnunarins2023   fyrirmyndarstofnun2023